Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
Fréttir 27. maí 2016

Tún eru víða illa kalin

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir og Hörður Kristjánsson
Gríðarlegt kal var í túnum við Búvelli í Aðaldal fyrir þremur árum, kalvorið mikla 2013, og var hraustlega tekið á málum, stór hluti þeirra endurunninn af krafti og með ærnum tilkostnaði.
 
Á milli 70 og 80% túna sem endurunnin voru árið 2013 eru dauð.
 
„Þetta er eitthvað misjafnt, sums staðar ágætt en annars staðar afleitt, og þar sem verst er geri ég ráð fyrir að um 80% túna séu kalin,“ segir Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöllum.
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal, segir að mörg tún séu illa kalin. Um 70–80% af túnum sem endurunnin voru vegna kals 2013 eru dauð. 
 
Dálítið kal í Skriðu
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga, en hann fékk ísáningarvél að láni og hefur farið um tún sín.
 
Þór hefur búið í Skriðu í 25 ár og hafði fyrir árið 2013 ekki þurft að glíma við afleiðingar kals áður.Sum túnanna eru verri nú en var fyrir þremur árum, en í heildina er ástandið betra en þá.
 
Ekki svo slæmt í Dunhaga
 
Nokkurt kal er í túnum Stóra- Dunhaga í Hörgárdal við Eyjafjörð.  
 
„Þetta er ekki svo slæmt hér hjá okkur, við sleppum tiltölulega vel. Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga.
 
Talsvert kal á Ströndum
 
Mikið kal er í túnum hjá Matthíasi Sævari Lýðssyni og Hafdísi Stur­laugs­dóttir í Húsavík á Ströndum. Hafdís segir að tún þar um slóðir séu víða illa kalin. 
 
„Kalið er mikið og hefur ekki verið meira síðan á kalárunum í kringum 1970. Hjá okkur eru að minnsta kosti 9 hektarar mjög illa farnir. Ekki er víst að allt verði endurræktað. Núna er búið að vinna upp 6 hektara sem voru rifnir upp í fyrra. Gert er ráð fyrir að sá þar rýgresi. Beðið er eftir úttekt til að sjá hve mikið í viðbót verði unnið upp,“ segir Hafdís. 

17 myndir:

Skylt efni: Kal

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...