Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
„Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu en ég,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga, sem stendur hér á helkölnu túni.
Fréttir 27. maí 2016

Tún eru víða illa kalin

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir og Hörður Kristjánsson
Gríðarlegt kal var í túnum við Búvelli í Aðaldal fyrir þremur árum, kalvorið mikla 2013, og var hraustlega tekið á málum, stór hluti þeirra endurunninn af krafti og með ærnum tilkostnaði.
 
Á milli 70 og 80% túna sem endurunnin voru árið 2013 eru dauð.
 
„Þetta er eitthvað misjafnt, sums staðar ágætt en annars staðar afleitt, og þar sem verst er geri ég ráð fyrir að um 80% túna séu kalin,“ segir Sveinbjörn Þór Sigurðsson á Búvöllum.
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu í Hörgárdal, segir að mörg tún séu illa kalin. Um 70–80% af túnum sem endurunnin voru vegna kals 2013 eru dauð. 
 
Dálítið kal í Skriðu
 
Þór Jónsteinsson, bóndi í Skriðu, hefur verið önnum kafinn undanfarna daga, en hann fékk ísáningarvél að láni og hefur farið um tún sín.
 
Þór hefur búið í Skriðu í 25 ár og hafði fyrir árið 2013 ekki þurft að glíma við afleiðingar kals áður.Sum túnanna eru verri nú en var fyrir þremur árum, en í heildina er ástandið betra en þá.
 
Ekki svo slæmt í Dunhaga
 
Nokkurt kal er í túnum Stóra- Dunhaga í Hörgárdal við Eyjafjörð.  
 
„Þetta er ekki svo slæmt hér hjá okkur, við sleppum tiltölulega vel. Það eru margir sem fara mun verr út úr þessu,“ segir Halldór Arnar Árnason, bóndi í Stóra-Dunhaga.
 
Talsvert kal á Ströndum
 
Mikið kal er í túnum hjá Matthíasi Sævari Lýðssyni og Hafdísi Stur­laugs­dóttir í Húsavík á Ströndum. Hafdís segir að tún þar um slóðir séu víða illa kalin. 
 
„Kalið er mikið og hefur ekki verið meira síðan á kalárunum í kringum 1970. Hjá okkur eru að minnsta kosti 9 hektarar mjög illa farnir. Ekki er víst að allt verði endurræktað. Núna er búið að vinna upp 6 hektara sem voru rifnir upp í fyrra. Gert er ráð fyrir að sá þar rýgresi. Beðið er eftir úttekt til að sjá hve mikið í viðbót verði unnið upp,“ segir Hafdís. 

17 myndir:

Skylt efni: Kal

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...