Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Tré fá bréf og tölvupóst
Fréttir 5. febrúar 2015

Tré fá bréf og tölvupóst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld  í Sydney í Ástralíu hafa auðkennt um 700 þúsund tré í borginni með númeri og gefa íbúum borgarinnar og öðrum færi á að senda trjánum bréf eða tölvupóst og fá svar „frá“ trénu.

Í bréfum og tölvupósti er hægt að forvitnast um hagi trjánna og hvernig þeim líður. Hver sé afstaða þeirra til pólitískra ádeilumála, aðhyllast þau ákveðna heimspekistefnu og hvernig á að vinna sig út úr flóknum fjölskyldumálum.

Útbúið hefur verið kort sem sýnir hvar trén er að finna í borginni þannig að fólk getur valið að tala við tré í sínu nágreni eða ef það vill fremur kynnast tré í öðrum bæjarhluta.

Auðkenning trjánna hefur einnig gert fólki mögulegt að koma á framfæri við borgaryfirvöld ef eitthvað bjátar á hjá trjánum til dæmis ef stórar greinar brotna, unnin eru á þeim skemmdarverk eða á þau herja plágur.

Ekki svo galin hugmynd sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að skoða. Peningum er eitt í meiri vitleysu en að stofna embætti umboðsmanns trjáa.

Skylt efni: tré | tölvupóstur | Ástralía

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...