Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tré fá bréf og tölvupóst
Fréttir 5. febrúar 2015

Tré fá bréf og tölvupóst

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld  í Sydney í Ástralíu hafa auðkennt um 700 þúsund tré í borginni með númeri og gefa íbúum borgarinnar og öðrum færi á að senda trjánum bréf eða tölvupóst og fá svar „frá“ trénu.

Í bréfum og tölvupósti er hægt að forvitnast um hagi trjánna og hvernig þeim líður. Hver sé afstaða þeirra til pólitískra ádeilumála, aðhyllast þau ákveðna heimspekistefnu og hvernig á að vinna sig út úr flóknum fjölskyldumálum.

Útbúið hefur verið kort sem sýnir hvar trén er að finna í borginni þannig að fólk getur valið að tala við tré í sínu nágreni eða ef það vill fremur kynnast tré í öðrum bæjarhluta.

Auðkenning trjánna hefur einnig gert fólki mögulegt að koma á framfæri við borgaryfirvöld ef eitthvað bjátar á hjá trjánum til dæmis ef stórar greinar brotna, unnin eru á þeim skemmdarverk eða á þau herja plágur.

Ekki svo galin hugmynd sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að skoða. Peningum er eitt í meiri vitleysu en að stofna embætti umboðsmanns trjáa.

Skylt efni: tré | tölvupóstur | Ástralía

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.