Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) fer fram í Belém, í Brasilíu dagana 10.–21. nóvember 2025.

COP30 mun að miklu leyti snúast um fjármagn, aðlögun að loftslagsbreytingum og orkuskipti. Viðurkennt er að ginnungagap er á milli þess sem þarf til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 °C og þess fjármagns og aðlögunar sem er þörf.

Fulltrúum Íslands á COP hefur hríðfækkað, voru um 50 í fyrra og rúmlega 80 árið áður, en eru nú innan við 20 manns, þar af er sjö manna opinber sendinefnd. Hátt í 200 ríki senda fulltrúa á COP30. Ríkin áttu að skila inn uppfærðum markmiðum vegna loftslagsbreytinga í síðasta lagi í september en aðeins tveir þriðju hlutar þeirra gerðu það í raun, þ.á m. Ísland.

Leiðtogar aðildarríkja Loftslagssamningsins hafa lagt áherslu á að með því að hraða orkuumskiptum séu sköpuð störf, hagvöxtur leystur úr læðingi og orkuöryggi tryggt. Á sama tíma hafa þróunarríki hvatt til forgangsröðunar aðlögunar innan landsáætlana og bent á brýna þörf fyrir að styrkja mjög fjármögnun til að ná markmiðum samningsins.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér þrjár lykilskýrslur um loftslagsbreytingar í aðdraganda COP30. Eru þær sagðar sýna að Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 virki, en þörf sé á hraðari og víðtækari aðgerðum. Skýrslurnar varpi ljósi á hvar framfarir eigi sér stað og hvar enn sé þörf á meiri hröðun. Er m.a. um að ræða samantektarskýrslu sem fjallar um þær þjóðir sem innleitt hafa Parísarsamkomulagið á kerfisbundinn hátt sem knýr raunverulegar framfarir. Í annarri kemur fram yfirlýsing framkvæmdastjóra SÞ um að viðbótarútreikningar sýni að losun á heimsvísu minnki greinilega í fyrsta skipti, um 10% fyrir árið 2035. Þetta sé þó ekki nærri nóg og er hvatt til að aðgerðum verði hraðað til að halda markmiðum Parísarsamkomulagsins innan seilingar.

Í þriðju skýrslunni segir að leiðbeiningar, undirstöður og rammi fyrir uppbyggingu loftslagsþols séu nú í auknum mæli til staðar. Þar er einnig lögð áhersla á brýna þörf fyrir hröðun og að mikils stuðnings sé þörf, sérstaklega fyrir viðkvæm lönd og þróunarríki.

Skylt efni: COP30

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...