Besta leiðin til að vernda íslenska birkið er að stuðla að náttúrulegri útbreiðslu þess og vernda gamla skóga.
Besta leiðin til að vernda íslenska birkið er að stuðla að náttúrulegri útbreiðslu þess og vernda gamla skóga.
Mynd / Áskell Þórisson
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Höfundur: Sturla Óskarsson

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilvæga birkiskóga á Íslandi. Skógarnir tíu eru nokkuð dreifðir milli landshluta og er heildarflatarmál þeirra 7.396 hektarar af skógi og kjarri.

Tilnefning á sérstæðum birkiskógi tekur sérstaklega mið af aldri skógarins en á skránni eru fornir birkiskógar sem eru sjálfsprottnir og gamalgrónir. Í sérstakri vefsjá stofnunarinnar má skoða skógana á korti, fræðast um vistkerfi þeirra, sögu, stærð og helstu ógnir sem steðja að þeim í dag.

Hjá Landi og skógi fengust þær upplýsingar að markmiðið með þessari skrá sé að „fylgja því lögbundna hlutverki Lands og skógar sem kveðið er á um í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013 og lögum um skóga og skógrækt nr. 33/2019“. Land og skógur vísar í greinargerð með lagafrumvarpinu um náttúruvernd en þar segir að „með birkiskógum er hér átt við þá skóga sem einkennast af náttúrulegri nýliðun og aldursdreifingu, þar sem eru m.a. gömul tré og þar sem vex dæmigerður botngróður birkiskóga. Birki er ein af fáum náttúrulegum trjátegundum á Íslandi og teljast birkiskógar til lykilvistkerfa á Íslandi.“ Enn fremur segir í greinargerðinni að „besta leiðin til að vernda erfðalindir íslenska birkisins er að stuðla að náttúrulegri útbreiðslu þess og varðveita leifar gamalla birkiskóga og erfðaefni þeirra“.

Framkvæmd verndarinnar óljós á þessari stundu

Aðspurð hvernig skógarnir verði verndaðir segir Land og skógur það „ekki fyllilega ljóst á þessari stundu,“ en að „ákveðin vernd felist þó í 61. gr. náttúruverndarlaganna. Þetta snúist ekki um hvort unnt verði að friða svæðin fyrir beit en Land og skógur hefur möguleika á að standa fyrir aðgerðum til að vinna gegn rofi á þessum svæðum og stuðla að vernd og útbreiðslu birkisins“. Það sé síðan á borði umhverfis-, orkuog loftslagsráðuneytisins með hvers kyns aðgerðum hið opinbera hyggst vernda skógana fyrir beit og rofi.

Um það hvort verndun feli í sér einhverjar kvaðir fyrir landeigendur segir Land og skógur að „þessi svæði lúta almennum ákvæðum náttúruverndarlaga um vernduð svæði og vísast til þess. Forðast ber til að mynda að raska þeim og skylt að afla framkvæmdaleyfis eða byggingarleyfis fyrir öllum fyrirhuguðum framkvæmdum.“

Sumir skóganna í hættu og fleiri skógar verði verndaðir

Mörgum skóganna stafar ógn af jarðvegsrofi og beit en gætu einhverjir þeirra horfið á næstu árum? „Á þessum fyrsta lista séu vissulega skógar og skógarleifar sem gætu horfið ef ekkert verður að gert,“ segir í svörum frá Landi og skógi og sem dæmi nefna þau „birkikjarrið við Hvítárvatn á Biskupstungnaafrétti sem stafar ógn af uppblæstri. Það kjarr er á þjóðlendu. Birkileifar í Hafursey í Mýrdalshreppi eru á einkalandi og þar stendur því ógn af jarðvegsrofi, jarðvá og beit. Í Skyndidal í Lóni er mikið af skógartorfum með gömlum trjám en lítil endurnýjun skógar og hætta á að skógurinn eyðist ef ekkert verður að gert.“

Hins vegar eru einnig skógar á listanum sem standa traustum fæti og teljast ekki í hættu. Þar nefnir Land og skógur að í „Búrfellshrauni á Mývatnsöræfum sé birkið í sókn og nú stefnir í að það svæði verði alveg friðað fyrir beit. Það sama má segja um birkið í Skaftafelli og Bæjarstaðaskógi.“ Þetta eru fyrstu skógarnir sem falla í þennan flokk en „stefnt er að því að bæta við listann fleiri birkiskógum í fyllingu tímans og hefur stofnunin Land og skógur skipað vinnuhóp sem sinnir því starfi“.

Skylt efni: birkiskógar

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu
Fréttir 14. júlí 2025

Endurskoðuð landsáætlun um útrýmingu á riðu

Landsáætlun stjórnvalda og bænda um útrýmingu á sauðfjárriðu var nýlega endurútg...

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...