Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af tilefni starfsafmælisins munu starfsmenn hennar standa fyrir ýmsum viðburðum á árinu.

Áramótin 2012–13 var RML stofnað við sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambanda kringum landið og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.

„Ljóst var að verkefni hins nýja fyrirtækis voru nokkuð frábrugðin þeim verkefnum sem áður voru vistuð innan búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna.

Þau verkefni er sneru að hagsmunagæslu, eftirliti og öðrum verkefnum en þeim sem tilheyrðu beint ráðgjafarþjónustu, skýrsluhaldi eða kynbótastarfi, fluttust ekki yfir í hið nýja fyrirtæki. RML hefur því haft það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda en hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk. Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila. Við sameininguna varð til öflugt sameinað fyrirtæki sem er í stakk búið til þess að takast á við verkefni nútímans,“ segir Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Á þessu afmælisári vilji starfsmenn fyrirtækisins blása til sóknar og vekja athygli á því starfi sem RML sinnir í samvinnu við bændur.

„Stefnt er að því að halda ráðstefnu í haust þar sem bændur og fræðafólk kemur saman og fer yfir það helsta í nýjungum í landbúnaði. Að auki verða viðburðir, fundir og kynningar umfram það sem gerist á venjulegu ári hjá RML. Við búumst því við spennandi ári þar sem áhersla verður lögð á hvernig við í sameiningu förum inn í næsta áratug í íslenskum landbúnaði. Viðburðirnir verða rækilega auglýstir í Bændablaðinu, á rml.is og samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til þess að hitta bændur sem oftast á þessum tímamótum,“ segir Karvel.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...