Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af tilefni starfsafmælisins munu starfsmenn hennar standa fyrir ýmsum viðburðum á árinu.

Áramótin 2012–13 var RML stofnað við sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambanda kringum landið og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.

„Ljóst var að verkefni hins nýja fyrirtækis voru nokkuð frábrugðin þeim verkefnum sem áður voru vistuð innan búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna.

Þau verkefni er sneru að hagsmunagæslu, eftirliti og öðrum verkefnum en þeim sem tilheyrðu beint ráðgjafarþjónustu, skýrsluhaldi eða kynbótastarfi, fluttust ekki yfir í hið nýja fyrirtæki. RML hefur því haft það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda en hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk. Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila. Við sameininguna varð til öflugt sameinað fyrirtæki sem er í stakk búið til þess að takast á við verkefni nútímans,“ segir Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Á þessu afmælisári vilji starfsmenn fyrirtækisins blása til sóknar og vekja athygli á því starfi sem RML sinnir í samvinnu við bændur.

„Stefnt er að því að halda ráðstefnu í haust þar sem bændur og fræðafólk kemur saman og fer yfir það helsta í nýjungum í landbúnaði. Að auki verða viðburðir, fundir og kynningar umfram það sem gerist á venjulegu ári hjá RML. Við búumst því við spennandi ári þar sem áhersla verður lögð á hvernig við í sameiningu förum inn í næsta áratug í íslenskum landbúnaði. Viðburðirnir verða rækilega auglýstir í Bændablaðinu, á rml.is og samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til þess að hitta bændur sem oftast á þessum tímamótum,“ segir Karvel.

Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...