Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af tilefni starfsafmælisins munu starfsmenn hennar standa fyrir ýmsum viðburðum á árinu.

Áramótin 2012–13 var RML stofnað við sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambanda kringum landið og ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.

„Ljóst var að verkefni hins nýja fyrirtækis voru nokkuð frábrugðin þeim verkefnum sem áður voru vistuð innan búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna.

Þau verkefni er sneru að hagsmunagæslu, eftirliti og öðrum verkefnum en þeim sem tilheyrðu beint ráðgjafarþjónustu, skýrsluhaldi eða kynbótastarfi, fluttust ekki yfir í hið nýja fyrirtæki. RML hefur því haft það meginhlutverk að vera ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og er að fullu í eigu Bændasamtakanna og þar af leiðandi bænda en hefur sem slíkt ansi víðtækt hluverk. Auk þess að veita bændum hlutlausa og óháða ráðgjöf sinnir RML ráðgjöf til ýmissa hagaðila svo sem ríkisstofnana, ráðuneyta og einkaaðila. Við sameininguna varð til öflugt sameinað fyrirtæki sem er í stakk búið til þess að takast á við verkefni nútímans,“ segir Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri RML. Á þessu afmælisári vilji starfsmenn fyrirtækisins blása til sóknar og vekja athygli á því starfi sem RML sinnir í samvinnu við bændur.

„Stefnt er að því að halda ráðstefnu í haust þar sem bændur og fræðafólk kemur saman og fer yfir það helsta í nýjungum í landbúnaði. Að auki verða viðburðir, fundir og kynningar umfram það sem gerist á venjulegu ári hjá RML. Við búumst því við spennandi ári þar sem áhersla verður lögð á hvernig við í sameiningu förum inn í næsta áratug í íslenskum landbúnaði. Viðburðirnir verða rækilega auglýstir í Bændablaðinu, á rml.is og samfélagsmiðlum.

Við hlökkum til þess að hitta bændur sem oftast á þessum tímamótum,“ segir Karvel.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...