Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tilraunabúið Stóra-Ármóti.
Tilraunabúið Stóra-Ármóti.
Mynd / HKr.
Lesendarýni 22. apríl 2016

Tilraun á Tilraunabúinu Stóra-Ármóti 2016

Höfundur: Hrafnhildur Baldursdóttir
Tilraun hófst í janúar 2016 á tilraunabúinu Stóra-Ármóti. Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson unnu að uppsetningu tilraunarinnar er nefnist „Áhrif fóðrunar á efnainnihald í mjólk, með sérstaka áherslu á fitu“. 
 
Leitast er við að svara tveimur meginspurningum, þ.e. hvort fituviðbót (C:16) í kjarnfóðri hafi áhrif á efnainnihald mjólkur og hvort það skipti máli á hvaða formi sú fita er, þ.e. sem duft í heilfóðri eða sem kögglar.
 
Hrafnhildur  Baldursdóttir.
Grunnfóður í tilrauninni er gróffóður ásamt byggi ræktuðu á Stóra-Ármóti. Þær kjarnfóður­tegundir sem notaðar eru í tilraunina eru; 1) Bergafat, 2) Feitur Róbót 20, 3) Róbót 20.  Bergafat og Feitur Róbót innihalda bæði hátt hlutfall af fituviðbótinni (C:16) en Róbót 20 innheldur litla fitu og er notað sem viðmiðunarfóður til að átta sig á hvernig niðurstöður eru þegar ekki er fituviðbót eins og í Bergafati og Feitum Róbót 20. Ástæðan fyrir að þessar kjarnfóðurtegundir voru valdar er að Tilraunabúið er í viðskiptum við kjarnfóðurfyrirtækið sem selur umræddar tegundir. Fleiri vörur eru á markaðnum á Íslandi sem innihalda hátt hlutfall C:16 fitusýra hjá öðrum kjarnfóðurfyrirtækjum.
 
Með því að prufa bæði duftið og kögglana er vonast til að niðurstöður nýtist bæði þeim bændum sem hafa möguleika á að blanda fóður í kýrnar og einnig þeim sem gefa kjarnfóðrið aðskilið. Einnig gæti þetta gefið vísbendingu um hvort sé hagstæðara að gefa duftið eða kögglana hafi bóndinn möguleika á báðu. 
 
Þegar fituviðbótinni er bætt út í heilfóðrið fá allar kýrnar hlutfallslega jafnmikið af þessari viðbótarfitu, en þegar henni er bætt í kjarnfóðrið fá kýrnar sem eru að mjólka minna og/eða komnar lengra út á mjaltaskeiðið minna af kjarnfóðrinu og þar með fitunni þegar gripunum er mismunað í kjarnfóðurgjöf t.d. í kjarnfóðurbásum. Þetta er því mál sem skiptir töluverðu máli fyrir rekstur kúabúa hvort sem mikil vöntun er á fituríkum mjólkurvörum eða ekki.
 
Tilrauninni er skipt þannig að það eru þrír fóðurhópar  í einu sem eru á tilraunafóðrinu í þrjár vikur. Síðan koma tvær vikur á milli áður en kýrnar skipta um tilraunafóður og eru þá fóðraðar á viðmiðunarfóðri á milli. Allar kýrnar prufa því allar kjarnfóðurtegundirnar.
 
Mikilvægt er að ná inn breytileika í nyt, aldri kúa og stöðu á mjaltaskeiði, en jafnframt að stilla tilraunaskipulaginu þannig upp að skýrt sé hvaða áhrif þessi breytileiki hafi á niðurstöðurnar. Gerðar eru fitu- og próteinmælingar á mjólkinni eftir bæði tilraunaloturnar og viðmiðunarloturnar. Einnig verða gerðar fitusýrugreiningar á mjólkinni úr hverjum tilraunarhóp á tímabilinu til að sjá hversu mikið magn og hvaða fitusýrur skila sér í mjólkina út frá því hvaða fóður er gefið.
 
Framkvæmd tilraunar lýkur um miðjan maí í tilraunafjósinu á Stóra-Ármóti. Þá tekur við úrvinnsla og tölfræðilegt uppgjör sem áætlað er að sé lokið í desember 2016.
 
Þeim sem gerðu þetta verkefni mögulegt með beinum eða óbeinum hætti ber að þakka. Það eru; Framleiðnisjóður landbúnaðarins (þróunarsjóður nautgriparæktar), Búnaðarsamband Suðurlands, Landbúnaðarháskóli Íslands og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. 
 
Hrafnhildur  Baldursdóttir
tilraunastjóri Stóra-Ármóti

Skylt efni: Stóra-Ármót

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...