Tilboðsmarkaður í mjólkinni
Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn 1. september.
Tilboðsfrestur rann út 10. ágúst. Tilboðsmarkaður verður haldinn 1. september nk. með greiðslumark í mjólk. Að hámarki var hægt að óska eftir 50.000 lítrum til kaups á hverjum markaði, eða alls 150.000 lítrum árlega. Tilboðsfrestur rann út 10. ágúst.
Síðast var markaður með greiðslumark í mjólk haldinn 1. apríl og náðu viðskiptin þá yfir 839.986 lítra. Jafnvægisverð var þá 250 kr. á lítra.
