Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nábrækur verða komnar í verslanir fyrir jól.
Nábrækur verða komnar í verslanir fyrir jól.
Mynd / Sigurður Atlason
Skoðun 11. nóvember 2014

Tilberar, nábrækur og flæðarmús − eru mestu þarfaþing

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í íslenskri þjóðtrú er sagt frá margs konar fyrirbærum og er tilberi eitt af þeim. Eins og nafnið gefur til kynna er veran sem sköpuð er með göldrum til þess ætluð að bera björg í bú. Nábrækur og flæðarmús eru einnig hin mestu þarfaþing.

Samkvæmt þjóðtrúnni voru það aðallega konur sem sköpuðu tilbera og var það gert með því að vefja mannsrifi, sem fengið var úr kirkjugarði, í gráan ullarflóka og geyma það við brjóst sér. Til að lífga tilbera við þarf að ganga til altaris og spýta messuvíni í barminn og á rifið að minnsta kosti þrisvar sinnum eða þar til beinið lifnar við.

Sjúga blóð innanlæris

Fyrr á tímum voru tilberar aðallega notaðir til ferða á næstu bæi til að sjúga mjólk úr kúnum og bera heim til tilberamóðurinnar. Eftir að heim var komið gubbaði fyrirbærið mjólkinni í ílát og fékk að sjúga blóð innanlæris á tilberamóðurinni að launum.

Vitað er að seinni tíma tilberar hafi verið sendir á öldurhús og lagst þar á bjórkrana og oftar en ekki orðið svo ofurfullir að þeir hafa gubbað megninu af vökvanum úr báðum endum áður en þeir hafa komist heim.

Nábrækur

Ná­brækur eru annað þarfaþing, eða gjald­buxur, sem draga til sín fé. Sá sem vill eignast slíka flík þarf að gera samning við einhvern lifandi um að mega fá af honum skinnið eftir andlátið. Eftir að sá sem á skinnið er látinn og grafinn verður sá sem samninginn um það gerði að grafa líkið upp og flá af því skinnin ofan frá mitti og niður úr. Gæta verður þess að hvergi komi gat á skinnið við verkið því þá verðar brækurnar gagnslausar. Því næst skal viðkomandi fara í skinnbuxurnar eða holdsmokkinn sem óðar grær við húðina og verður hluti af holdinu. Áður en brækurnar koma að notum verður að stela peningi frá fátækri ekkju á einhverri hinna þriggja stórhátíða ársins á milli pistils og guðspjalls og láta í pung nábrókarinnar. Eftir það draga brækurnar í sig fé og pungurinn aldrei tómur þegar eigandinn leitar í honum.

Sá annmarki fylgir nábrókum að sá sem á annað borð er kominn í þær kemst ekki úr þeim með góðu móti. Besta ráðið til að losa sig úr þeim er að fá annan mann sér til hjálpar og fara í buxurnar sjálfviljugur. Verður sá sem fær buxurnar að fara í hægri skálmina jafnóðum og eigandinn fer úr þeim. Takist það verður ekki aftur snúið. Vonandi verða nábrækur komnar í verslanir fyrir jól.

Flæðamús
Flæðarmýs eru litlir sjávarhryggleysingjar og þeirrar náttúru gæddar að draga fé úr sjó. Til að veiða slíkt kvikindi þarf hár af óspjallaðri mey sem riðið er í örfínt net sem lagt er í sjó. Veiðist flæðarmús í netið skal fara með hana heim og gæta vel. Því næst skal stela peningi og leggja undir kvikindið. Eftir það dregur það fé úr sjó fyrir eiganda sinn.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara