Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þýskur Eicher – varð indversk- finnsk-amerískur
Á faglegum nótum 13. júlí 2017

Þýskur Eicher – varð indversk- finnsk-amerískur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í þorpinu Forstern, nærri München í Bæjaralandi í Þýskalandi, var fyrsta Eicher dráttarvélin smíðuð árið 1930. Það var Eicher Diesel 22PSI – 1939. Dró hún nafn sitt af þúsundþjalasmiðnum Albert Eicher. Var þetta upphafið að umfangsmiklum rekstri Eicher Forstern og Dingolfing verksmiðjanna.

Áður en hafist var handa við framleiðsluna voru gerðar margvíslegar tilraunir og sótt um einkaleyfi á fjölmörgum hlutum. Var smíðin á fyrstu  Eicher vélinni í raun þróuð upp úr gamalli þriggja hjóla dráttarvél og sjálfvirkri sláttuvél. 
Það voru bræðurnir Joseph og Albert Eicher sem lögðu grunninn að þessari framleiðslu, Þeir voru fæddust og ólust upp í landbúnaði í Þýskalandi. Áhugi þeirra á landbúnaði kallaði fram hugmyndir að margvíslegum búnaði til að létta mönnum vinnuna í landbúnaði.
Árið 1949 komu þeir fram með dráttarvél sem var með loftkældum mótor sem skoraði hátt í þessum geira.

Stofnaði fyrirtæki á Indlandi

Árið 1959 var stofnað fyrirtækið Eicher Tractor Corporation of India Private Ltd. Var það í samvinnu við Goodearth Company í Nýju-Delí á Indlandi sem stofnað var sem dreifingar- og þjónustufyrirtæki árið 1948. Kom þá fram 1959 módelið af Eicher ED3 dráttarvélinni. 
Selt til TAFE

Hóf fyrirtækið framleiðslu á indverskri útgáfu af Eicher dráttarvélum árið 1960. Var þessi dráttarvélaframleiðsla síðar seld til fyrirtækisins Tractors And Farm Equipment Ltd (TAFE) í Chennai á Indlandi sem enn framleiðir Eicher dráttarvélar.
Frá 1965 hefur Eicher Tractor Corporation eingöngu verið í eigu indverskra hluthafa. Massey Ferguson keypti 30% hlut í þýska fyrirtækinu Eicher árið 1970. Voru þýsku eigendurnir svo keyptir út úr fyrirtækinu árið 1973. Í framhaldinu framleiddi fyrirtækið síðan undir nafninu Eicher Gootearth og síðan eingöngu Eicher. Í framhaldinu var nafninu breytt í Eicher Valtra og síðan Euro Power.
Árið 2005 seldi Eicher Motors Ltd. dráttarvélahlutann, Tractors & Engines, til TAFE og úr varð dótturfélagið TAFE Tractors And Farm Equipment Ltd.

Í eigu Valtra

Dráttarvélar af gerðinni Eicher Valtra og Ero Power eru sömu vélarnar og hafa verið seldar sem Eicher 6100 sem allar eru smíðaðar samkvæmt framleiðsluleyfi frá hinum finnska dráttarvélaframleiðanda.

Í eigu AGCO

Valtra, sem er hluti af AGCO samsteypunni (Agricultural quipment manufacturer), sem er með höfuðstöðvar í Duluth í Georgíu í Bandaríkjunum sem er nú orðinn aðaleigandi að dráttarvélarfyrirtæki sem upprunnið er í Bæjaralandi.

Afsprengi úr Deutz

AGCO var stofnað 1990 þegar yfirmaður hjá Deutz-Allis keypti samnefnt fyrirtæki í Bandaríkjunum af móðurfélaginu Klöckner-Humboldt-Deutz í Þýskalandi sem átti Deutz-Fahr dráttarvélamerkið.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...