Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Finnbogi Hermannsson.
Finnbogi Hermannsson.
Líf og starf 8. janúar 2019

Þýskir flóttamenn hitta fyrir íslenska bændur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undir hrauni heitir ný skáldsaga eftir Finnboga Hermannsson, rithöfund og fréttamann á Ísafirði. Sagan byggir á sögulegum atburðum hér á landi á stríðsárunum. Aðfaranótt 10. maí 1940 þegar Bretar tóku Ísland herskildi flúðu tveir þýskir skipbrotsmenn úr Reykjavík með senditæki í fórum sínum og tóku sér bólfestu austur í Rangárvallasýslu.

Hér á eftir má lesa kaflabrot um fund þýsku skipbrotsmannanna og rangæskra bænda. „Bændur undir Heklurótum urðu þeirra fyrst varir. Voru þeir að smala til rúnings einn þurran og sólfagran dag þegar þeir tóku eftir fataplöggum sem hengd höfðu verið til þerris á trjágreinar í hólma einum í Rangá. Sá hólmi nefnist Tjörvastaðahólmi. Fór nú margt um hugann hjá bændum og bændasonum sem voru með í för og biðu átekta. Varð úr að hinir eldri mennirnir knúðu drógir sínar út í ána sem var tæplega í kvið. Þegar þeir komu yfrum voru tveir menn að skríða úr tjaldi sínu allskelkaðir að sjá en meira hissa. Þeir höfðu búist við brugðnum byssustingjum þegar þeir heyrðu mannaferðina. Þeim létti stórum í tjaldgættinni að sjá þar bara búandmenn sem héldu í hross sín. Bændur heilsuðu að sveitasið og sögðu til sín. Komust að því að þetta voru Þjóðverjar sem skildu og töluðu ögn íslensku. Sögðust þeir stunda veiðar í ánni og skjóta fugla sér til viðurværis. Veiðistöng lá á tjaldinu og haglabyssa var hvílunautur þeirra við höfðagaflinn. Jafnframt var þar sérkennilegt tæki sem bændum fannst vera senditæki einhvers konar. Við það voru tengdar rafhlöður.

Bændur réðu nú ráðum sínum og veltu fyrir sér erindi mannanna á þessum slóðum. Engin ný bóla að Þjóðverjar væru að þvælast um landið og höfðu verið að rannsóknum það sem af var öldinni. Kom í ljós að þessir voru af Bahía Blanka og höfðu lagst út nóttina sem Bretar hernámu landið 10. maí. Hafði ræðismaðurinn ef til vill haft pata af því að bresk innrás væri yfirvofandi og vildi gera út njósnarmenn?
Í Rangárvallasýslu voru tveir valinkunnir Þjóðverjar og bjuggu á Hellu, annar bókari, hinn skraddari. Ekki hrófluðu Bretar við mönnum þessum. Ef til vill voru það kynni bænda við Þjóðverjana að þeim þótti ekki einboðið að afhenda Bretum drengina úr Tjörvastaðahólma.

Breskir hermenn höfðu komið austur til leitar og miðað nákvæmlega út senditæki piltanna þarna í hólmanum í Rangá. Einnig kom íslenskur túlkur með þeim austur. Sá var þekktastur fyrir þýskukennslu í útvarpinu. Bretar reyndu að fá upplýsingar um Þjóðverjana með fagurgala en ekki nærgangandi pínd sem þeir voru þekktir að. Í minni manna er að þýskukennarinn gaf sveitabörnunum brjóstsykur og reyndi að hæna þau að sér með fleðulegu fasi ef honum tækist að draga eitthvað upp úr þeim. En hvorki gekk né rak. Gistu Bretar og þýskukennarinn í Næfurholti undir Heklufjalli enda ekki í nein önnur hús að venda á þessum slóðum. Gestrisni bændafólks fór ekki í manngreinarálit eða gerði mismun á þjóðerni manna. Aumingja blessaðir mennirnir þurftu einhvers staðar að gista og fá góðgerðir. Þetta var samgróið íslenskri bændamenningu.

Bókaútgáfan Sæmundur gefur út.

Skylt efni: Finnbogi Hermannsson

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...