Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þverpólítískur starfshópur skipaður um orkustefnu fyrir Ísland
Fréttir 8. maí 2018

Þverpólítískur starfshópur skipaður um orkustefnu fyrir Ísland

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað starfshóp með aðkomu allra þingflokka til að vinna orkustefnu fyrir Ísland.

Í tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að þess sé vænst að tillaga hópsins verði lögð fram til umræðu á Alþingi í byrjun árs 2020.

Tilkynning ráðuneytisins fer hér á eftir:

„Kveðið er á um gerð langtímaorkustefnu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Tillaga Þórdísar Kolbrúnar um tilhögun verkefnisins var samþykkt í ríkisstjórn þann 19. janúar sl. og í kjölfarið var óskað eftir tilnefningum í starfshópinn.

„Það er mikilvægt og metnaðarfullt markmið að ná breiðri pólitískri samstöðu um langtímaorkustefnu fyrir Ísland. Ef vel tekst til gæti niðurstaðan orðið eins konar þjóðarsátt um orkumál sem hægt verður að byggja á til langrar framtíðar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Verkefnið er spennandi og ég bind vonir við að okkur takist að sameinast um tilgang og markmið í orkumálum, þjóðinni til heilla. Ég óska öllum fulltrúum í starfshópnum velfarnaðar og tel að þau séu öfundsverð af verkefninu þótt það verði krefjandi.“

Miðað er við að orkustefnan verði sett til 20-30 ára og sæti endurskoðun á nokkurra ára fresti. Þættir sem horfa skal til eru meðal annars:

  • Áætluð orkuþörf til langs tíma
  • Hvernig tryggja megi raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf
  • Orkuöryggi heimila og fyrirtækja um land allt
  • Sjálfbær nýting orkuauðlinda
  • Áframhald orkuskipta og aukið hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskapnum
  • Nýsköpun í orkumálum
  • Aukið afhendingaröryggi raforku á landsvísu
  • Hvernig treysta megi flutnings- og dreifikerfi raforku
  • Auknar rannsóknir, m.a. varðandi nýja orkukosti
  • Útflutningur hugvits og þekkingar á sviði orkumála
  • Efling samráðs vegna framkvæmda á fyrri stigum og opið aðgengi að ákvarðanatöku
  • Efling samkeppni á raforkumarkaði
  • Samspil orkumála við ímynd Íslands, markaðssetningu og tengsl við lykilatvinnugreinar
  • Framlag orkumála til loftslagsmála og samspil við alþjóðlegar skuldbindingar um loftslagsmál
  • Að hámarka samfélagslegan ávinning af nýtingu orku
  • Tekjustreymi af orkuinnviðum, að arður af nýtingu orkuauðlinda renni til þjóðarinnar og tekið sé tillit til nærsamfélaga
  • Fyrirkomulag gjaldtöku í tengslum við nýtingu orkuauðlinda í opinberri eigu
  • Viðbrögð við náttúruvá og tenging við almannavarnir
  • Hugmyndir um útflutning raforku um sæstreng
  • Stuðningur stefnunnar við atvinnustefnu og samspil við lykilatvinnugreinar
  • Stuðningur stefnunnar við byggðastefnu og jákvæða byggðaþróun til lengri tíma
  • Möguleikar nýrrar tækni m.a. á sviði vindorku, djúpborunar og sjávarfallaorku

Starfshópinn skipa:

  • Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir, formaður
  • Páll Jensson, varaformaður
  • Albertína F. Elíasdóttir, tilnefnd af þingflokki Samfylkingarinnar
  • Árni V. Friðriksson, tilnefndur af þingflokki Miðflokksins
  • Halla Signý Kristjánsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins
  • Kolbeinn Óttarsson Proppé, tilnefndur af þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Pírata
  • Njáll Trausti Friðbertsson, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins
  • Ólafur Ísleifsson, tilnefndur af þingflokki Flokks fólksins
  • Þorsteinn Víglundsson, tilnefndur af þingflokki Viðreisnar
  • Brynhildur Davíðsdóttir, tilnefnd af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Harpa Þórunn Pétursdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Magnús Júlíusson, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Ólafur Kr. Hjörleifsson, tilnefndur af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu
  • Starfsmaður hópsins er Erla Sigríður Gestsdóttir sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Lagt er fyrir starfshópinn að hafa víðtækt samráð í störfum sínum, kalla eftir hugmyndum við upphaf starfs og leggja drög að langtímaorkustefnu fram í opið umsagnarferli þar sem öllum gefist færi á að senda inn athugasemdir og tillögur. Að lokinni úrvinnslu verði tillaga starfshópsins lögð fram á Alþingi til umræðu, eins og áður segir, í ársbyrjun 2020.“

Skylt efni: orkumál | orkustefna

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...