Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.
Fréttir 10. október 2019

Þróar mýkra ullarband, ullareinangrun og litun

Ístex hf. hefur verið að þróa sig áfram í nýjum vörum undanfarið, með það fyrir stafni að nýta íslensku ullina sem best. Þetta hafa verið mörg skemmtileg verkefni sem margir hafa komið að, að sögn Sunnu Jökulsdóttur, þróunar- og gæðastjóra Ístex.

Meðal verkefna er mýkra lambs­ullarband sem unnið er í samstarfi með Glófa. Annað verkefni er ullar­einangrun í fatnað, þar sem sérstök áhersla er lögð á þvott­heldni og slitþol. Þá er eitt af stærstu þróunarverkefnum um liti og umhverfis­­mál. Viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir  umhverfisvænni litum. Ístex hefur lagt í talsverða fjárfestingu að ýta því áfram. Meðal annars er unnið að OEKO TEX 100 vottun fyrir ullina.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnars­sonar framkvæmda­stjóra þá hefur Sigríður Jóna Hannesdóttir verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri til þess að ýta þessum tækifærum úr vör bæði hérlendis og erlendis.

Sigríður Jóna segist vera að leggja lokahönd á að setja á markað íslenska ullarsæng. Sængin er fyllt með 100% mislitri íslenskri ull sem búið er að þvo sérstaklega, kemba í fín lög og hólka niður. Þannig að hún er þvottheldin á 40° ullarprógrammi. Sængin andar mjög vel og er einstaklega létt.

Það sem er svo skemmtilegt við íslensku ullina er að hún er bæði góð fyrir heit sumur og kalda vetur. Til að byrja með er búið að hanna tvenns konar gerðir af sængum, annars vegar heilsárssæng, og hins vegar vetrarsæng. Heilsárssængin er góð allan ársins hring en vetrarsæng er hins vegar með meiri ull, og því hlýrri og hentar vel fyrir einstaklinga sem eru kuldaskræfur.

Að sögn Sigríðar er hún sjálf með vetrarsæng og er hæst ánægð með hana. Sængurnar hjá Ístex er tilvaldar fyrir einstaklinga sem kjósa að nota vörur með náttúrulegum efnum eða eru viðkvæmir fyrir kemískum efnum.

Sigríður Jóna segir að mörgu að huga og þau séu stolt að þróa þessa nýju vörulínu. Eitt sem þau eru núna að þróa eru koddar með íslenskri ull. Stefnan er að koddarnir verði í boði fyrir jólin, þannig að það verður auðvelt fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafir í ár, hvort sem það er sæng eða koddi.

Hægt er að kaupa sængina á heimasíðunni www.lopidraumur.is og stefnt er að því að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land.

Skylt efni: Ístex | ullarvinnsla

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...