Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.
Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sigríður Jóna Hannesdóttir verkefnastjóri, Sigurður Sævar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Sunna Jökulsdóttir, þróunar- og gæðastjóri Ístex.
Fréttir 10. október 2019

Þróar mýkra ullarband, ullareinangrun og litun

Ístex hf. hefur verið að þróa sig áfram í nýjum vörum undanfarið, með það fyrir stafni að nýta íslensku ullina sem best. Þetta hafa verið mörg skemmtileg verkefni sem margir hafa komið að, að sögn Sunnu Jökulsdóttur, þróunar- og gæðastjóra Ístex.

Meðal verkefna er mýkra lambs­ullarband sem unnið er í samstarfi með Glófa. Annað verkefni er ullar­einangrun í fatnað, þar sem sérstök áhersla er lögð á þvott­heldni og slitþol. Þá er eitt af stærstu þróunarverkefnum um liti og umhverfis­­mál. Viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir  umhverfisvænni litum. Ístex hefur lagt í talsverða fjárfestingu að ýta því áfram. Meðal annars er unnið að OEKO TEX 100 vottun fyrir ullina.

Að sögn Sigurðar Sævars Gunnars­sonar framkvæmda­stjóra þá hefur Sigríður Jóna Hannesdóttir verið ráðin til starfa sem verkefnastjóri til þess að ýta þessum tækifærum úr vör bæði hérlendis og erlendis.

Sigríður Jóna segist vera að leggja lokahönd á að setja á markað íslenska ullarsæng. Sængin er fyllt með 100% mislitri íslenskri ull sem búið er að þvo sérstaklega, kemba í fín lög og hólka niður. Þannig að hún er þvottheldin á 40° ullarprógrammi. Sængin andar mjög vel og er einstaklega létt.

Það sem er svo skemmtilegt við íslensku ullina er að hún er bæði góð fyrir heit sumur og kalda vetur. Til að byrja með er búið að hanna tvenns konar gerðir af sængum, annars vegar heilsárssæng, og hins vegar vetrarsæng. Heilsárssængin er góð allan ársins hring en vetrarsæng er hins vegar með meiri ull, og því hlýrri og hentar vel fyrir einstaklinga sem eru kuldaskræfur.

Að sögn Sigríðar er hún sjálf með vetrarsæng og er hæst ánægð með hana. Sængurnar hjá Ístex er tilvaldar fyrir einstaklinga sem kjósa að nota vörur með náttúrulegum efnum eða eru viðkvæmir fyrir kemískum efnum.

Sigríður Jóna segir að mörgu að huga og þau séu stolt að þróa þessa nýju vörulínu. Eitt sem þau eru núna að þróa eru koddar með íslenskri ull. Stefnan er að koddarnir verði í boði fyrir jólin, þannig að það verður auðvelt fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafir í ár, hvort sem það er sæng eða koddi.

Hægt er að kaupa sængina á heimasíðunni www.lopidraumur.is og stefnt er að því að bjóða upp á fría heimsendingu um allt land.

Skylt efni: Ístex | ullarvinnsla

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...