Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli
Fréttir 23. nóvember 2017

Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sína að fiskgengd í hafinu umhverfis Bretlandseyjar er að breytast. Þorskur og ýsa eru að færast norðar og tegundum úr hlýrri sjó fjölgar. Breytingarnar stafa af hlýnun sjávar.

Niðurstaða hóps breskra haf- og fiskifræðinga er að hraðar breytingar séu að verða á lífríkinu í hafinu umhverfis Bretlandseyjar. Svo miklar er talið að breytingarnar verði að Bretar þurfi að aðlagast og fara að hugsa fiskneyslu sína upp á nýtt.

Samkvæmt niðurstöðu hópsins geta tegundirnar sem nú sækja í sjóinn valdið miklu tjóni á núverandi lífríki. Dæmi um það er skeldýrstegund, Crepidula fornicata, sem leggst á krækling og ostrur af miklum krafti. Á móti kemur að aðrar tegundir skeldýra sem leita í heitari sjó geta orðið framtíðarafl breskra sjómanna.

Bolfiskar, eins og þorskur og ýsa, geta hæglega flutt sig norðar í kaldari sjó en flatfiskar, eins og sólkoli og rauðspretta, eiga aftur á móti erfiðara með það og geta orðið undir í samkeppninni. Nú þegar er smokkfiskur og sardínur farnin að sjást í auknum mæli í afla sjómanna í kringum Bretlandseyjar.

Samkvæmt mælingum síðustu þrjátíu ára hefur sjórinn í kringum Bretlandseyjar hækkað um 1,5° á Celsíus og eru breytingarnar raktar til hnattrænnar hlýnunar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Hækki sjávarhiti við Bretlandseyjar áfram með sama hraða, eins og talið er, mun hitastig hans eftir nokkra áratugi verða svipað og það var við Portúgal í dag og lífríki þess í samræmi við það.

Áhrif hlýnunar sjávar hafa og munu halda áfram að hafa áhrif til breytinga á lífríki sjávar við Ísland. Nú þegar hefur loðna leitað norðar í kaldari sjó auk þess sem tegundir eins og ýsa, kolmunni, ufsi, síld og skötuselur, sem bundnar hafa verið við suður- og suðvesturströndina, hafa fundist í auknum mæli við norðan- og norðaustanvert landið. Þá hefur makríll leitað í auknum mæli í sjóinn við Ísland í fæðuleit. 

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...