Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli
Fréttir 23. nóvember 2017

Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sína að fiskgengd í hafinu umhverfis Bretlandseyjar er að breytast. Þorskur og ýsa eru að færast norðar og tegundum úr hlýrri sjó fjölgar. Breytingarnar stafa af hlýnun sjávar.

Niðurstaða hóps breskra haf- og fiskifræðinga er að hraðar breytingar séu að verða á lífríkinu í hafinu umhverfis Bretlandseyjar. Svo miklar er talið að breytingarnar verði að Bretar þurfi að aðlagast og fara að hugsa fiskneyslu sína upp á nýtt.

Samkvæmt niðurstöðu hópsins geta tegundirnar sem nú sækja í sjóinn valdið miklu tjóni á núverandi lífríki. Dæmi um það er skeldýrstegund, Crepidula fornicata, sem leggst á krækling og ostrur af miklum krafti. Á móti kemur að aðrar tegundir skeldýra sem leita í heitari sjó geta orðið framtíðarafl breskra sjómanna.

Bolfiskar, eins og þorskur og ýsa, geta hæglega flutt sig norðar í kaldari sjó en flatfiskar, eins og sólkoli og rauðspretta, eiga aftur á móti erfiðara með það og geta orðið undir í samkeppninni. Nú þegar er smokkfiskur og sardínur farnin að sjást í auknum mæli í afla sjómanna í kringum Bretlandseyjar.

Samkvæmt mælingum síðustu þrjátíu ára hefur sjórinn í kringum Bretlandseyjar hækkað um 1,5° á Celsíus og eru breytingarnar raktar til hnattrænnar hlýnunar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Hækki sjávarhiti við Bretlandseyjar áfram með sama hraða, eins og talið er, mun hitastig hans eftir nokkra áratugi verða svipað og það var við Portúgal í dag og lífríki þess í samræmi við það.

Áhrif hlýnunar sjávar hafa og munu halda áfram að hafa áhrif til breytinga á lífríki sjávar við Ísland. Nú þegar hefur loðna leitað norðar í kaldari sjó auk þess sem tegundir eins og ýsa, kolmunni, ufsi, síld og skötuselur, sem bundnar hafa verið við suður- og suðvesturströndina, hafa fundist í auknum mæli við norðan- og norðaustanvert landið. Þá hefur makríll leitað í auknum mæli í sjóinn við Ísland í fæðuleit. 

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...