Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli
Fréttir 23. nóvember 2017

Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sína að fiskgengd í hafinu umhverfis Bretlandseyjar er að breytast. Þorskur og ýsa eru að færast norðar og tegundum úr hlýrri sjó fjölgar. Breytingarnar stafa af hlýnun sjávar.

Niðurstaða hóps breskra haf- og fiskifræðinga er að hraðar breytingar séu að verða á lífríkinu í hafinu umhverfis Bretlandseyjar. Svo miklar er talið að breytingarnar verði að Bretar þurfi að aðlagast og fara að hugsa fiskneyslu sína upp á nýtt.

Samkvæmt niðurstöðu hópsins geta tegundirnar sem nú sækja í sjóinn valdið miklu tjóni á núverandi lífríki. Dæmi um það er skeldýrstegund, Crepidula fornicata, sem leggst á krækling og ostrur af miklum krafti. Á móti kemur að aðrar tegundir skeldýra sem leita í heitari sjó geta orðið framtíðarafl breskra sjómanna.

Bolfiskar, eins og þorskur og ýsa, geta hæglega flutt sig norðar í kaldari sjó en flatfiskar, eins og sólkoli og rauðspretta, eiga aftur á móti erfiðara með það og geta orðið undir í samkeppninni. Nú þegar er smokkfiskur og sardínur farnin að sjást í auknum mæli í afla sjómanna í kringum Bretlandseyjar.

Samkvæmt mælingum síðustu þrjátíu ára hefur sjórinn í kringum Bretlandseyjar hækkað um 1,5° á Celsíus og eru breytingarnar raktar til hnattrænnar hlýnunar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Hækki sjávarhiti við Bretlandseyjar áfram með sama hraða, eins og talið er, mun hitastig hans eftir nokkra áratugi verða svipað og það var við Portúgal í dag og lífríki þess í samræmi við það.

Áhrif hlýnunar sjávar hafa og munu halda áfram að hafa áhrif til breytinga á lífríki sjávar við Ísland. Nú þegar hefur loðna leitað norðar í kaldari sjó auk þess sem tegundir eins og ýsa, kolmunni, ufsi, síld og skötuselur, sem bundnar hafa verið við suður- og suðvesturströndina, hafa fundist í auknum mæli við norðan- og norðaustanvert landið. Þá hefur makríll leitað í auknum mæli í sjóinn við Ísland í fæðuleit. 

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...