Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli
Fréttir 23. nóvember 2017

Þorskur og ýsa færa sig norðar og smokkfiskur veiðist í meira mæli

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sína að fiskgengd í hafinu umhverfis Bretlandseyjar er að breytast. Þorskur og ýsa eru að færast norðar og tegundum úr hlýrri sjó fjölgar. Breytingarnar stafa af hlýnun sjávar.

Niðurstaða hóps breskra haf- og fiskifræðinga er að hraðar breytingar séu að verða á lífríkinu í hafinu umhverfis Bretlandseyjar. Svo miklar er talið að breytingarnar verði að Bretar þurfi að aðlagast og fara að hugsa fiskneyslu sína upp á nýtt.

Samkvæmt niðurstöðu hópsins geta tegundirnar sem nú sækja í sjóinn valdið miklu tjóni á núverandi lífríki. Dæmi um það er skeldýrstegund, Crepidula fornicata, sem leggst á krækling og ostrur af miklum krafti. Á móti kemur að aðrar tegundir skeldýra sem leita í heitari sjó geta orðið framtíðarafl breskra sjómanna.

Bolfiskar, eins og þorskur og ýsa, geta hæglega flutt sig norðar í kaldari sjó en flatfiskar, eins og sólkoli og rauðspretta, eiga aftur á móti erfiðara með það og geta orðið undir í samkeppninni. Nú þegar er smokkfiskur og sardínur farnin að sjást í auknum mæli í afla sjómanna í kringum Bretlandseyjar.

Samkvæmt mælingum síðustu þrjátíu ára hefur sjórinn í kringum Bretlandseyjar hækkað um 1,5° á Celsíus og eru breytingarnar raktar til hnattrænnar hlýnunar vegna gróðurhúsaáhrifanna. Hækki sjávarhiti við Bretlandseyjar áfram með sama hraða, eins og talið er, mun hitastig hans eftir nokkra áratugi verða svipað og það var við Portúgal í dag og lífríki þess í samræmi við það.

Áhrif hlýnunar sjávar hafa og munu halda áfram að hafa áhrif til breytinga á lífríki sjávar við Ísland. Nú þegar hefur loðna leitað norðar í kaldari sjó auk þess sem tegundir eins og ýsa, kolmunni, ufsi, síld og skötuselur, sem bundnar hafa verið við suður- og suðvesturströndina, hafa fundist í auknum mæli við norðan- og norðaustanvert landið. Þá hefur makríll leitað í auknum mæli í sjóinn við Ísland í fæðuleit. 

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...