Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. september.

Þetta er í annað sinn sem slík ráðstefna fer fram hér á landi. Þörungarækt er í hraðfara vexti í heiminum. Markmið Arctic Algae er að skapa aukna umræðu um þörungastarfsemi og tengja saman fólk úr geiranum til þess að kynnast og læra hvað af öðru.

Á ráðstefnunni verður fjallað um hagræn- og umhverfisáhrif tengd smá- og stórþörungastarfsemi. Ræktun og fullvinnsla smáþörungaafurða er í mikilli sókn og hér á landi hefur byggst upp þörungavinnsla á heimsvísu. Talið er að engin matvælaframleiðsla úr hafinu hafi vaxið jafnhratt á síðustu áratugum og ræktun og fullvinnsla þörunga.

Arctic Algae fer fram í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún og er stýrt af Rækt nýsköpunarmiðstöð lagareldis með Samtökum þörungafélaga og unnin í samstarfi við evrópsku þörungasamtökin EABA. Auk ráðherra matvæla og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, innlendra aðila og framkvæmdastjóra World Wildlife Fund, taka þátt fulltrúar stærstu félaga í Færeyjum, Noregi og Bandaríkjunum í stórþörungaræktun og fullframleiðslu.

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...