Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði og formaður SASS, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við undirritun samkomulags um þekkingarsetrið. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 krónum.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði og formaður SASS, og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við undirritun samkomulags um þekkingarsetrið. Samkomulagið gildir til ársins 2024 og nemur fjárstyrkurinn 5.870.000 krónum.
Fréttir 13. október 2021

Þekkingarsetur um úrgangsmál tekið til starfa á Laugarvatni

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra undirritaði nýlega sam­komu­lag um fjárstuðning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) til að stofna þekkingarsetur á Laugarvatni um úrgangsmál.

Tilgangur setursins er að aðstoða sveitarfélög við að innleiða hringrásarhagkerfi í úrgangsmálum með megináherslu á endurnýtingu og þar með að draga úr urðun heimilis­úrgangs.
Ásgerður Kristín Gylfadóttir, formaður bæjarráðs á Hornafirði og formaður SASS, undirritaði samkomulagið ásamt Sigurði Inga.

„Með þessari styrkveitingu er ætlunin að skapa mikilvægan vettvang til að veita sveitarfélögum ráðgjöf og gera kleift að standa við markmið sín varðandi úrgangsmál og stuðla að framþróun og uppbyggingu á því sviði,“ segir Sigurður Ingi.

Þekkingarsetrið mun aðstoða sveitarfélög við að halda utan um málaflokkinn og laga sig að nútíma­legri úrgangsstjórnun. Það mun einnig birta upplýsingar um þjónustugjöld og raunkostnað við afsetningu úrgangs í öllum sveitarfélögum og koma á samræmingu á úrgangsgögnum frá mismunandi þjónustuaðilum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...