Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Höfundur: smh

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í samstarfi við Matvælastofnun og Landssamtök sauðfjárbænda. Nú liggur fyrir að 35 sauðfjárbýli taka þátt í verkefninu sem eru staðsett víðsvegar um landið.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðustu mánuði. Markmiðið er að kanna hvort skapa megi grundvölll til að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðlað að bættri afkomu sauðfjárbænda, en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð

Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi, hefur verið ráðin til að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.

Heilbrigðisskoðun með fjarfundarbúnaði

Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að þátttakendur munu sjálfir sjá um heimaslátrunina heima á bæjum en heilbrigðisskoðun verður í höndum dýralækna Matvælastofnunar með tvenns konar hætti; annars vegar með heimsókn dýralæknis á 19 bæi og hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað í beinu streymi á 16 bæjum.

Bændur munu mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar í því skyni að mæla gæði kjötsins. Afurðir úr verkefninu verða ekki seldar á markaði. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið sýnatökur og rannsóknir á örverumælingum.

Skylt efni: heimaslátrun

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...