Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Höfundur: smh

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í samstarfi við Matvælastofnun og Landssamtök sauðfjárbænda. Nú liggur fyrir að 35 sauðfjárbýli taka þátt í verkefninu sem eru staðsett víðsvegar um landið.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðustu mánuði. Markmiðið er að kanna hvort skapa megi grundvölll til að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðlað að bættri afkomu sauðfjárbænda, en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð

Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi, hefur verið ráðin til að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.

Heilbrigðisskoðun með fjarfundarbúnaði

Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að þátttakendur munu sjálfir sjá um heimaslátrunina heima á bæjum en heilbrigðisskoðun verður í höndum dýralækna Matvælastofnunar með tvenns konar hætti; annars vegar með heimsókn dýralæknis á 19 bæi og hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað í beinu streymi á 16 bæjum.

Bændur munu mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar í því skyni að mæla gæði kjötsins. Afurðir úr verkefninu verða ekki seldar á markaði. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið sýnatökur og rannsóknir á örverumælingum.

Skylt efni: heimaslátrun

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild
Fréttir 30. október 2020

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild

Síðastliðið vor voru 15 sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn...

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunn...

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandi...

Hótel Saga lokar
Fréttir 28. október 2020

Hótel Saga lokar

COVID-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufy...

Auglýst eftir tveimur togurum
Fréttir 28. október 2020

Auglýst eftir tveimur togurum

Ríkiskaup, fyrir hönd Haf­rann­sókna­stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum veg...

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Fréttir 28. október 2020

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB

Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarver...

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi
Fréttir 28. október 2020

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fó...

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn
Fréttir 27. október 2020

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ...