Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Í undirbúningshópi fyrir verkefnið voru meðal annarra bændurnir í Birkihlíð í Skagafirði, þau Þröstur Heiðar Erlingsson og Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. september 2020

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Höfundur: smh

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, í samstarfi við Matvælastofnun og Landssamtök sauðfjárbænda. Nú liggur fyrir að 35 sauðfjárbýli taka þátt í verkefninu sem eru staðsett víðsvegar um landið.

Unnið hefur verið að undirbúningi verkefnisins síðustu mánuði. Markmiðið er að kanna hvort skapa megi grundvölll til að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðlað að bættri afkomu sauðfjárbænda, en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð

Hólmfríði Sveinsdóttur, doktor í lífvísindum og næringarfræðingi, hefur verið ráðin til að stýra verkefninu fyrir hönd ráðuneytisins.

Heilbrigðisskoðun með fjarfundarbúnaði

Fyrirkomulag verkefnisins er með þeim hætti að þátttakendur munu sjálfir sjá um heimaslátrunina heima á bæjum en heilbrigðisskoðun verður í höndum dýralækna Matvælastofnunar með tvenns konar hætti; annars vegar með heimsókn dýralæknis á 19 bæi og hins vegar í gegnum fjarfundarbúnað í beinu streymi á 16 bæjum.

Bændur munu mæla sýrustig og taka sýni fyrir örverumælingar í því skyni að mæla gæði kjötsins. Afurðir úr verkefninu verða ekki seldar á markaði. Samkvæmt samningnum fjármagnar ráðuneytið sýnatökur og rannsóknir á örverumælingum.

Skylt efni: heimaslátrun

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...