Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði
Mynd / Bbl
Fréttir 21. apríl 2020

Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði

Höfundur: Ritstjórn

Úthlutun á greiðslumarki mjólkur á síðasta kvótamarkaði verður ekki breytt samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem Landssambandi kúabænda (LK) barst í dag. LK hafði gert athugasemd við að nýliðar skyldu ekki hafa notið forkaupsréttar á fimm prósenta þess greiðslumarks sem í boði var eins og kveðið sé á um í reglugerð.

Í tilkynningu á vef LK í dag segir að óskaði hafi verið eftir útskýringum á framkvæmd útreikninganna á markaðnum, þar sem allir tilboðsaðilar fengu jafna úthlutun. Í svarinu frá ráðuneytinu komi fram að þar sem skilyrði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 fyrir endurupptöku eða afturköllun séu ekki uppfyllt og aðilaskipti hafi verið staðfest sé það mat ráðuneytisins að niðurstaða markaðarins skuli standa óbreytt.

Ætla samtökin að funda með ráðuneytinu í byrjun maímánaðar til að ræða tillögur að breyttri framkvæmd fyrir næsta markað sem haldinn verður þann 1. september 2020.

Nánari upplýsingar um málið er að finna í tilkynningunni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...