Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði
Mynd / Bbl
Fréttir 21. apríl 2020

Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði

Höfundur: Ritstjórn

Úthlutun á greiðslumarki mjólkur á síðasta kvótamarkaði verður ekki breytt samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem Landssambandi kúabænda (LK) barst í dag. LK hafði gert athugasemd við að nýliðar skyldu ekki hafa notið forkaupsréttar á fimm prósenta þess greiðslumarks sem í boði var eins og kveðið sé á um í reglugerð.

Í tilkynningu á vef LK í dag segir að óskaði hafi verið eftir útskýringum á framkvæmd útreikninganna á markaðnum, þar sem allir tilboðsaðilar fengu jafna úthlutun. Í svarinu frá ráðuneytinu komi fram að þar sem skilyrði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 fyrir endurupptöku eða afturköllun séu ekki uppfyllt og aðilaskipti hafi verið staðfest sé það mat ráðuneytisins að niðurstaða markaðarins skuli standa óbreytt.

Ætla samtökin að funda með ráðuneytinu í byrjun maímánaðar til að ræða tillögur að breyttri framkvæmd fyrir næsta markað sem haldinn verður þann 1. september 2020.

Nánari upplýsingar um málið er að finna í tilkynningunni.

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands