Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði
Mynd / Bbl
Fréttir 21. apríl 2020

Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði

Höfundur: Ritstjórn

Úthlutun á greiðslumarki mjólkur á síðasta kvótamarkaði verður ekki breytt samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem Landssambandi kúabænda (LK) barst í dag. LK hafði gert athugasemd við að nýliðar skyldu ekki hafa notið forkaupsréttar á fimm prósenta þess greiðslumarks sem í boði var eins og kveðið sé á um í reglugerð.

Í tilkynningu á vef LK í dag segir að óskaði hafi verið eftir útskýringum á framkvæmd útreikninganna á markaðnum, þar sem allir tilboðsaðilar fengu jafna úthlutun. Í svarinu frá ráðuneytinu komi fram að þar sem skilyrði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 fyrir endurupptöku eða afturköllun séu ekki uppfyllt og aðilaskipti hafi verið staðfest sé það mat ráðuneytisins að niðurstaða markaðarins skuli standa óbreytt.

Ætla samtökin að funda með ráðuneytinu í byrjun maímánaðar til að ræða tillögur að breyttri framkvæmd fyrir næsta markað sem haldinn verður þann 1. september 2020.

Nánari upplýsingar um málið er að finna í tilkynningunni.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...