Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði
Mynd / Bbl
Fréttir 21. apríl 2020

Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði

Höfundur: Ritstjórn

Úthlutun á greiðslumarki mjólkur á síðasta kvótamarkaði verður ekki breytt samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem Landssambandi kúabænda (LK) barst í dag. LK hafði gert athugasemd við að nýliðar skyldu ekki hafa notið forkaupsréttar á fimm prósenta þess greiðslumarks sem í boði var eins og kveðið sé á um í reglugerð.

Í tilkynningu á vef LK í dag segir að óskaði hafi verið eftir útskýringum á framkvæmd útreikninganna á markaðnum, þar sem allir tilboðsaðilar fengu jafna úthlutun. Í svarinu frá ráðuneytinu komi fram að þar sem skilyrði stjórnsýslulaga nr. 37/1993 fyrir endurupptöku eða afturköllun séu ekki uppfyllt og aðilaskipti hafi verið staðfest sé það mat ráðuneytisins að niðurstaða markaðarins skuli standa óbreytt.

Ætla samtökin að funda með ráðuneytinu í byrjun maímánaðar til að ræða tillögur að breyttri framkvæmd fyrir næsta markað sem haldinn verður þann 1. september 2020.

Nánari upplýsingar um málið er að finna í tilkynningunni.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...