Skylt efni

forkaupsréttur nýliða

Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði
Fréttir 21. apríl 2020

Það stendur óbreytt að nýliðar fengu ekki forgang á síðasta kvótamarkaði

Úthlutun á greiðslumarki mjólkur á síðasta kvótamarkaði verður ekki breytt samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem Landssambandi kúabænda (LK) barst í dag. LK hafði gert athugasemd við að nýliðar skyldu ekki hafa notið forkaupsréttar á fimm prósenta þess greiðslumarks sem í boði var - eins og kveðið sé á um í reglugerð.