Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tekjur finnskra bænda hríðfalla
Fréttir 6. janúar 2015

Tekjur finnskra bænda hríðfalla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þau tíðindi berast nú frá Finnlandi að hrun sé á tekjum í finnskum landbúnaði. Í blaðinu ABC Nyheder er vitnað í nýjar tölur Eurostat sem sýna að tekjur finnskra bænda hafi hrapað um 22,8% á árinu 2014 og búist sé við enn verri stöðu á næsta ári. 

Á sama tíma hafa tekjur norskra bænda aukist um 4,8% svo greinilegt er að aðild Finna að ESB er ekki að hjálpa finnskum bændum. Þá hafa tekjur danskra bænda fallið um 10,1% á milli ára, en tekjur sænskra bænda hafa aðeins dregist saman um 1,1%. Rauntekjur finnskra bænda eru nú 10 prósentustigum lægri en þær voru árið 2005.

Í úttekt Eurostat á stöðu bænda í ESB er miðað við rauntekjur í landbúnaði. Þá bendir ABC Nyheder á að á næsta ári sleppi ESB lausri samkeppni í mjólkuriðnaði. Þá standi finnskir bændur frammi fyrir því að standa í harðri samkeppni við stórframleiðendur í þeim geira, m.a. frá Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu. Það gerist á sama tíma og lokað hafi verið á sölu finnskra kúabænda á framleiðslu sinni til Rússlands.

Vitnað er í landbúnaðar­sérfræðinginn Christian Anton Smedshaug, sem m.a. hefur verið með fyrirlestur hér á landi. Hann segir að Finnland og Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen, hafi orðið sérlega illa úti hvað varðar mjólkurvöruútflutning til Rússlands sem lokað hafi verið fyrir. Rússland hafi einmitt verið stór markaður fyrir finnska kúabændur. Því sé þörf fyrir sérstaka aðstoð frá Evrópusambandinu.

Það er þó fleira en finnska mjólkurframleiðslan sem er í vanda. Kartöflur frá finnskum bændum hafa fallið í verði um 30%, egg um 15%, svínakjöt um 9% og kindakjöt um 4%. 

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...