Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tekjur finnskra bænda hríðfalla
Fréttir 6. janúar 2015

Tekjur finnskra bænda hríðfalla

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þau tíðindi berast nú frá Finnlandi að hrun sé á tekjum í finnskum landbúnaði. Í blaðinu ABC Nyheder er vitnað í nýjar tölur Eurostat sem sýna að tekjur finnskra bænda hafi hrapað um 22,8% á árinu 2014 og búist sé við enn verri stöðu á næsta ári. 

Á sama tíma hafa tekjur norskra bænda aukist um 4,8% svo greinilegt er að aðild Finna að ESB er ekki að hjálpa finnskum bændum. Þá hafa tekjur danskra bænda fallið um 10,1% á milli ára, en tekjur sænskra bænda hafa aðeins dregist saman um 1,1%. Rauntekjur finnskra bænda eru nú 10 prósentustigum lægri en þær voru árið 2005.

Í úttekt Eurostat á stöðu bænda í ESB er miðað við rauntekjur í landbúnaði. Þá bendir ABC Nyheder á að á næsta ári sleppi ESB lausri samkeppni í mjólkuriðnaði. Þá standi finnskir bændur frammi fyrir því að standa í harðri samkeppni við stórframleiðendur í þeim geira, m.a. frá Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Ítalíu. Það gerist á sama tíma og lokað hafi verið á sölu finnskra kúabænda á framleiðslu sinni til Rússlands.

Vitnað er í landbúnaðar­sérfræðinginn Christian Anton Smedshaug, sem m.a. hefur verið með fyrirlestur hér á landi. Hann segir að Finnland og Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen, hafi orðið sérlega illa úti hvað varðar mjólkurvöruútflutning til Rússlands sem lokað hafi verið fyrir. Rússland hafi einmitt verið stór markaður fyrir finnska kúabændur. Því sé þörf fyrir sérstaka aðstoð frá Evrópusambandinu.

Það er þó fleira en finnska mjólkurframleiðslan sem er í vanda. Kartöflur frá finnskum bændum hafa fallið í verði um 30%, egg um 15%, svínakjöt um 9% og kindakjöt um 4%. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...