Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Til að koma í veg fyrir hitamyndun í votheysstæðum þegar fóður er sótt er happadrýgst að stálið sé sem sléttast. Kropp og klór með bitlausum verkfærum hleypir súrefni inn í stæðuna.
Til að koma í veg fyrir hitamyndun í votheysstæðum þegar fóður er sótt er happadrýgst að stálið sé sem sléttast. Kropp og klór með bitlausum verkfærum hleypir súrefni inn í stæðuna.
Á faglegum nótum 18. júní 2015

Tap við opnun votheysgeymslu og fóðrun

Höfundur: Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Votheysgeymslur sem opnaðar eru í heitu veðri, t.d. að hausti til (sér í lagi ef stutt er síðan hirt var, eða minna en 6-8 vikur), eykur líkurnar á að hitni í votheysgeymslunni. 
 
Ef votheysgeymsla stendur lengi opin svo loft leiki um sárið (t.d. vegna of lítils gjafahraða, eða ef hætt er að taka úr stæðu), eykur það þurrefnistapið svo um munar. Verst er ástandið að hausti og vori þegar hlýtt er í veðri. 
 
Sænskar rannsóknir benda til þess að of hæg gjöf úr votheysgeymslu, ásamt lélegri þjöppun og ónógri útilokun lofts með plasti valdi þessum 23% sem tapast af þurrefninu, að meðaltali, frá því það er viktað inn í votheysgeymslu þar til það er gefið skepnum. Tap á velli er því ekki talið með. 
 
Reynsla frá Hollandi segir að þurrefnistap við fóðrun úr votheysgeymslu fari mest eftir hitamyndun, hækkun sýrustigs og fjölgun gróa í útjöðrum og efsta lagi þegar verið að taka fóður úr geymslu. Bæði votheysturnar og flatgryfjur/stæður þarf að byggja í samræmi við hraða fóðrunar að vetri til. 
 
Mælt er með að gefinn sé a.m.k. 1 metri af stæðu að vetri til (þegar hitastig er alla jafna undir 4°C) og meira að vori og hausti til.
 
Þurrefnistap við geymslu í fjósi og heilfóðurblöndun
 
Allan þann tíma sem fóðrið bíður inni í fjósi eftir að það verði étið verður þurrefnistap vegna þess að loftþolnar örverur tímgast og dafna í fóðrinu.
 
Þurrefnið tapast sem koltvísýringur. Þegar fóðurefnum er blandað saman í heilfóðurblandara fá örverur í gróffóðrinu enn meira súrefni til sinnar lífsstarfsemi en líka meira af nýjum næringarefnum. 
 
Finnskir vísindamenn hafa fundið það út að það hitnar 10 sinnum hraðar í heilfóðri heldur en í gróffóðrinu sem notað er í blönduna, standi það eitt og sér. Eins geta gamlar fóðurrestar í heilfóðurvagni orðið gróðrastía fyrir örverur (myglusveppi og bakteríur) sem þá sá sér í nýju heilfóðurblönduna þegar öllu er blandað saman. Það skiptir því miklu máli að heilfóðurvagninn tæmi sig vel milli blandna. 
Árið 2003 gerði Werner nokkur rannsókn í Svíþjóð þar sem heilfóðurblandarar á 9 bæjum voru kannaðir með tilliti til þess hve mikið þurrefni lá eftir í heilfóðurblandaranum eftir að hann hafði verið „tæmdur“. Allt frá 1 kg til 140 kg urðu eftir í blöndurunum eftir tæmingu. 
 
Hollenskir vísindamenn hafa einnig sannreynt það að óæskileg örveru-fjölgun verður þegar gróffóður bíður í fjósi eftir því að verða fóðrað eitt og sér eða í heilfóðurblöndu. Visser og hans samstarfsmenn sýndu fram á mun meira af Clostridium-bakteríum í blöndu af gras-votheyi og maís-votheyi, væru sýni tekin á fóðurgangi, heldur en kom fram í sýnum teknum beint úr votheysstæðunum í tilraun sem þeir gerðu árið 2007.
 
Almennt er talað um að það eigi að liggja um 10% moð eftir þegar kemur að næstu fóðrun svo allir gripir geti étið nægju sína af góðu fóðri. Ef moðið er af góðum gæðum má hugsa sér að gefa öðrum gripum, með minni orkuþarfir, moðið. Hins vegar fellur það um sjálft sig þegar fer að hitna og mygla í slíku moði, sem enn og aftur eykur á þurrefnistap í allri fóðurverkunar- og fóðrunarkeðjunni.
 
Heildarþurrefnistap
 
Línuritið sýnir heildarþurrefnistap við fóðurverkun og geymslu eftir þurrefnisinnihaldi gróffóðursins. Stór óvissuþáttur er í hverjum flokki fyrir sig. Þannig getur þurrefnistap á velli orðið mjög mikið ef forþurrkun gengur hægt eða ef kemur ofan í flatt hey. 
 
Tap vegna öndunar og gerjunar í votheysgeymslu, eða á meðan er verið að fylla stæðu, fer eftir aðferðum og verkfærum sem notuð eru þegar hey er sett í stæðuna. Örverur vaxa yfirleitt hraðar, og eyða þá meiri orku úr fóðrinu, þegar þær komast í tæri við súrefni heldur en við loftfirrtar aðstæður. Því þarf útilokun súrefnis að ganga hratt fyrir sig. 
 
 
Línuritið tekur ekki tillit til taps eftir því sem tekið úr stæðu eða á meðan fóður bíður á fóðurgangi eða í heilfóðurblandara eftir því að verða fóðrað. Heildarþurrefnistap getur því orðið enn meira ef bústjórn er ekki upp á sitt besta, sér í lagi ef hitnar í fóðrinu. 
 
Samkvæmt myndinni er heppilegasta þurrefnishlutfall við hirðingu 25-30%, en það er rétt um það þurrefnisinnihald sem hættir að renna votheyssafi af fóðrinu. 
 
Tap vegna votheyssafa getur verið mjög dýrkeypt. Hins vegar borgar sig oft fyrir fóðrun mjólkurkúa að koma þurrefnisinnihaldinu upp í 40%, sér í lagi ef þurrkurinn er góður. Þar með fæst besta átið og besta verðefnainnihald í mjólkinni.
 
(Þýtt og staðfært úr Buskap 3/2015)

4 myndir:

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...