Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Til að koma í veg fyrir hitamyndun í votheysstæðum þegar fóður er sótt er happadrýgst að stálið sé sem sléttast. Kropp og klór með bitlausum verkfærum hleypir súrefni inn í stæðuna.
Til að koma í veg fyrir hitamyndun í votheysstæðum þegar fóður er sótt er happadrýgst að stálið sé sem sléttast. Kropp og klór með bitlausum verkfærum hleypir súrefni inn í stæðuna.
Fræðsluhornið 18. júní 2015

Tap við opnun votheysgeymslu og fóðrun

Höfundur: Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Votheysgeymslur sem opnaðar eru í heitu veðri, t.d. að hausti til (sér í lagi ef stutt er síðan hirt var, eða minna en 6-8 vikur), eykur líkurnar á að hitni í votheysgeymslunni. 
 
Ef votheysgeymsla stendur lengi opin svo loft leiki um sárið (t.d. vegna of lítils gjafahraða, eða ef hætt er að taka úr stæðu), eykur það þurrefnistapið svo um munar. Verst er ástandið að hausti og vori þegar hlýtt er í veðri. 
 
Sænskar rannsóknir benda til þess að of hæg gjöf úr votheysgeymslu, ásamt lélegri þjöppun og ónógri útilokun lofts með plasti valdi þessum 23% sem tapast af þurrefninu, að meðaltali, frá því það er viktað inn í votheysgeymslu þar til það er gefið skepnum. Tap á velli er því ekki talið með. 
 
Reynsla frá Hollandi segir að þurrefnistap við fóðrun úr votheysgeymslu fari mest eftir hitamyndun, hækkun sýrustigs og fjölgun gróa í útjöðrum og efsta lagi þegar verið að taka fóður úr geymslu. Bæði votheysturnar og flatgryfjur/stæður þarf að byggja í samræmi við hraða fóðrunar að vetri til. 
 
Mælt er með að gefinn sé a.m.k. 1 metri af stæðu að vetri til (þegar hitastig er alla jafna undir 4°C) og meira að vori og hausti til.
 
Þurrefnistap við geymslu í fjósi og heilfóðurblöndun
 
Allan þann tíma sem fóðrið bíður inni í fjósi eftir að það verði étið verður þurrefnistap vegna þess að loftþolnar örverur tímgast og dafna í fóðrinu.
 
Þurrefnið tapast sem koltvísýringur. Þegar fóðurefnum er blandað saman í heilfóðurblandara fá örverur í gróffóðrinu enn meira súrefni til sinnar lífsstarfsemi en líka meira af nýjum næringarefnum. 
 
Finnskir vísindamenn hafa fundið það út að það hitnar 10 sinnum hraðar í heilfóðri heldur en í gróffóðrinu sem notað er í blönduna, standi það eitt og sér. Eins geta gamlar fóðurrestar í heilfóðurvagni orðið gróðrastía fyrir örverur (myglusveppi og bakteríur) sem þá sá sér í nýju heilfóðurblönduna þegar öllu er blandað saman. Það skiptir því miklu máli að heilfóðurvagninn tæmi sig vel milli blandna. 
Árið 2003 gerði Werner nokkur rannsókn í Svíþjóð þar sem heilfóðurblandarar á 9 bæjum voru kannaðir með tilliti til þess hve mikið þurrefni lá eftir í heilfóðurblandaranum eftir að hann hafði verið „tæmdur“. Allt frá 1 kg til 140 kg urðu eftir í blöndurunum eftir tæmingu. 
 
Hollenskir vísindamenn hafa einnig sannreynt það að óæskileg örveru-fjölgun verður þegar gróffóður bíður í fjósi eftir því að verða fóðrað eitt og sér eða í heilfóðurblöndu. Visser og hans samstarfsmenn sýndu fram á mun meira af Clostridium-bakteríum í blöndu af gras-votheyi og maís-votheyi, væru sýni tekin á fóðurgangi, heldur en kom fram í sýnum teknum beint úr votheysstæðunum í tilraun sem þeir gerðu árið 2007.
 
Almennt er talað um að það eigi að liggja um 10% moð eftir þegar kemur að næstu fóðrun svo allir gripir geti étið nægju sína af góðu fóðri. Ef moðið er af góðum gæðum má hugsa sér að gefa öðrum gripum, með minni orkuþarfir, moðið. Hins vegar fellur það um sjálft sig þegar fer að hitna og mygla í slíku moði, sem enn og aftur eykur á þurrefnistap í allri fóðurverkunar- og fóðrunarkeðjunni.
 
Heildarþurrefnistap
 
Línuritið sýnir heildarþurrefnistap við fóðurverkun og geymslu eftir þurrefnisinnihaldi gróffóðursins. Stór óvissuþáttur er í hverjum flokki fyrir sig. Þannig getur þurrefnistap á velli orðið mjög mikið ef forþurrkun gengur hægt eða ef kemur ofan í flatt hey. 
 
Tap vegna öndunar og gerjunar í votheysgeymslu, eða á meðan er verið að fylla stæðu, fer eftir aðferðum og verkfærum sem notuð eru þegar hey er sett í stæðuna. Örverur vaxa yfirleitt hraðar, og eyða þá meiri orku úr fóðrinu, þegar þær komast í tæri við súrefni heldur en við loftfirrtar aðstæður. Því þarf útilokun súrefnis að ganga hratt fyrir sig. 
 
 
Línuritið tekur ekki tillit til taps eftir því sem tekið úr stæðu eða á meðan fóður bíður á fóðurgangi eða í heilfóðurblandara eftir því að verða fóðrað. Heildarþurrefnistap getur því orðið enn meira ef bústjórn er ekki upp á sitt besta, sér í lagi ef hitnar í fóðrinu. 
 
Samkvæmt myndinni er heppilegasta þurrefnishlutfall við hirðingu 25-30%, en það er rétt um það þurrefnisinnihald sem hættir að renna votheyssafi af fóðrinu. 
 
Tap vegna votheyssafa getur verið mjög dýrkeypt. Hins vegar borgar sig oft fyrir fóðrun mjólkurkúa að koma þurrefnisinnihaldinu upp í 40%, sér í lagi ef þurrkurinn er góður. Þar með fæst besta átið og besta verðefnainnihald í mjólkinni.
 
(Þýtt og staðfært úr Buskap 3/2015)

4 myndir:

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...