Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tannlaus steinbítur
Á faglegum nótum 22. maí 2018

Tannlaus steinbítur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinbítur missir tennurnar um hrygningartímann og tekur ekki til sín fæðu. Síðan vaxa nýjar tennur en þá er hann orðinn rýr og sækir upp á grunnslóð í leit að fæðu.

Aðalfæða hans eru alls konar botndýr, einkum skeljar, eins og aða og kúfiskur, krabbadýr, sniglar, ígulker, en einnig étur steinbíturinn töluvert af öðrum fiski einkum loðnu.

Loðna
Loðnan er uppsjávarfiskur sem leitar til botns á grunnsævi til þess að hrygna, en að mestu leyti er hún langt norður í höfum í leit að æti. Fæða loðnunnar eru ýmiss konar svifdýr, s.s. krabbaflær, ljósáta, pílormar, fiskaegg og seiði. Loðnu er að finna í nyrstu höfum jarðarinnar þar sem hún er mjög útbreidd. Hún er t.a.m. í Hvítahafi, Barentshafi, við N-Noreg, Ísland, Grænland og einnig er hún norðan Kanada. Í Kyrrahafi var talið að um aðra tegund væri þar að ræða, en nú er almennt talið að tegundin sé sú sama. Í N-Atlantshafi og Barentshafi eru fjórir sjálfstæðir loðnustofnar.


Ufsi safnast saman fyrstur þorskfiska
Fullorðinn ufsi safnast saman að vetrarlagi, fyrstur allra þorskfiska, til hrygningar, og hefst hrygningin hér við land síðari hluta janúar og stendur fram í miðjan mars. Ufsinn hrygnir einkum á Selvogs- og Eldeyjarbanka á um 100 til 200 metra dýpi. Ufsinn verður kynþroska 4 til 7 ára og er hann þá orðinn 60 til 80 sentímetra langur. Fæða hans er breytileg eftir stærð og svæðum. Fullorðnir fiskar éta mest ljósátu, fiskseiði, loðnu, síld og stærsti fiskurinn étur einnig smokkfisk.

Margir óvinir
Þorskurinn á sér marga óvini í náttúrunni, auk mannsins. Hann er fæða ýmissa stærri fiska og fugla og þá er hann einnig grimmt étinn af hvölum, selum og hákörlum.

Þuríður sundafyllir
Landnámabók segir frá  fjölkynngi Þuríðar land­námskonu í Bolungarvík en hún var ættuð frá Hálogalandi í Noregi. Einu sinn þegar fisk þraut í heimabyggð hennar settist Þuríður á seiðhjall sinn og efldi seið. Tókst henni svo vel til að öll sund fylltust af fiski. Með þessu forðaði Þuríður byggðarlagi sínu frá hungursneyð og hlaut  viðurnefnið sundafyllir.

Fiskar með heitt og kalt blóð
Ríflega 29.000 tegundir af fiskum hafa verið greindir í heiminum og er algengt að þeim sé skipt í vankjálka t.d. steinsugur, brjóskfiska t.d. háffiskar og skötur og beinfiska t.d. þorskur og ýsa. Flestir fiskar eru með kalt blóð, en sumar tegundir eins og háffiskar og túnfiskar eru með heitt blóð.

Engin fiskur í Dauðahafinu
Fiskar finnast í öllum vistkerfum vatns, bæði ferskvatni, söltu vatni og ísöltu vatni, á grynningum og neðarlega í hafdjúpunum. Í nokkrum vötnum með mjög hátt saltinnihald, eins og Dauðahafinu og Great Salt Lake í Bandaríkjunum, finnast engir fiskar.

Skylt efni: Stekkur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...