Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Tangi 18024 var rauðbrandskjöldóttur, kollóttur en hann hlaut nafnbótina Besta naut fætt árið 2018.
Tangi 18024 var rauðbrandskjöldóttur, kollóttur en hann hlaut nafnbótina Besta naut fætt árið 2018.
Mynd / Nautastöð BÍ
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2018 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og
Haraldur Benediktsson, bændur á
Vestra-Reyni. Mynd / ghp

Ræktendur Tanga eru Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson en Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, veitti þeim viðurkenninguna. Faðir Tanga er Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir er undan Kambi frá Skollagróf í Hrunamannahreppi.

Í umsögn um dætur Tanga kemur fram að þær séu nokkuð mjólkurlagnar með hátt hlutfall verðefna í mjólk. Þær séu heldur yfir meðallagi að stærð, meðalháfættar, boldjúpar og útlögumiklar með beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga, fótstaða sterkleg og meðalgreið. Júgurgerðin sé góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin. Mjaltir séu meðalgóðar og lítið sé um mjaltagalla. Jafnframt er skap dætranna metið meðalgott og mjög fáir skapgallaðir gripir í dætrahópnum.

Viðurkenningin var nú veitt í 41. skipti en þau voru fyrst veitt árið 1986, þá fyrir besta nautið sem fæddist árið 1979. Valið er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er hún veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...