Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Tangi 18024 var rauðbrandskjöldóttur, kollóttur en hann hlaut nafnbótina Besta naut fætt árið 2018.
Tangi 18024 var rauðbrandskjöldóttur, kollóttur en hann hlaut nafnbótina Besta naut fætt árið 2018.
Mynd / Nautastöð BÍ
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2018 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og
Haraldur Benediktsson, bændur á
Vestra-Reyni. Mynd / ghp

Ræktendur Tanga eru Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson en Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, veitti þeim viðurkenninguna. Faðir Tanga er Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir er undan Kambi frá Skollagróf í Hrunamannahreppi.

Í umsögn um dætur Tanga kemur fram að þær séu nokkuð mjólkurlagnar með hátt hlutfall verðefna í mjólk. Þær séu heldur yfir meðallagi að stærð, meðalháfættar, boldjúpar og útlögumiklar með beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga, fótstaða sterkleg og meðalgreið. Júgurgerðin sé góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin. Mjaltir séu meðalgóðar og lítið sé um mjaltagalla. Jafnframt er skap dætranna metið meðalgott og mjög fáir skapgallaðir gripir í dætrahópnum.

Viðurkenningin var nú veitt í 41. skipti en þau voru fyrst veitt árið 1986, þá fyrir besta nautið sem fæddist árið 1979. Valið er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er hún veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.