Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Tangi 18024 var rauðbrandskjöldóttur, kollóttur en hann hlaut nafnbótina Besta naut fætt árið 2018.
Tangi 18024 var rauðbrandskjöldóttur, kollóttur en hann hlaut nafnbótina Besta naut fætt árið 2018.
Mynd / Nautastöð BÍ
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2018 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á deildarfundi kúabænda.

Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og
Haraldur Benediktsson, bændur á
Vestra-Reyni. Mynd / ghp

Ræktendur Tanga eru Lilja Guðrún Eyþórsdóttir og Haraldur Benediktsson en Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, veitti þeim viðurkenninguna. Faðir Tanga er Lúður 10067 frá Brúnastöðum í Flóa og móðir er undan Kambi frá Skollagróf í Hrunamannahreppi.

Í umsögn um dætur Tanga kemur fram að þær séu nokkuð mjólkurlagnar með hátt hlutfall verðefna í mjólk. Þær séu heldur yfir meðallagi að stærð, meðalháfættar, boldjúpar og útlögumiklar með beina yfirlínu. Malirnar séu breiðar, beinar og þaklaga, fótstaða sterkleg og meðalgreið. Júgurgerðin sé góð, júgurfesta mikil og júgrin vel borin. Mjaltir séu meðalgóðar og lítið sé um mjaltagalla. Jafnframt er skap dætranna metið meðalgott og mjög fáir skapgallaðir gripir í dætrahópnum.

Viðurkenningin var nú veitt í 41. skipti en þau voru fyrst veitt árið 1986, þá fyrir besta nautið sem fæddist árið 1979. Valið er framkvæmt af Fagráði í nautgriparækt og eftir innleiðingu erfðamengisúrvals er hún veitt á grunni erfðamats og afkvæmaprófunar.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...