Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland. 
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland. 
Mynd / smh
Fréttir 4. júní 2020

Talsvert af bókunum erlendis frá sitja fastar í kerfinu

Höfundur: smh

Ferðaþjónustubændur eru ugg­andi yfir komandi sumri; ekki einungis vegna hruns í komu erlendra ferðamanna til landsins heldur einnig vegna ákveðinnar pattstöðu sem komin er upp í bókunarkerfum, en talsvert af bókunum erlendis frá sitja þar fastar. Þeir hafa þó notað tímann í samkomubanninu til að þjappa sér saman með hjálp fjarfundarbúnaðar til að takast á við næstu mánuði.

„Já, við höfum stillt saman strengi varðandi ákveðna þætti stefnumótunar fyrir sumarið en okkur er ekki heimilt að samræma verðtilboð eða slíkt vegna samkeppnis­laga,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Hey Iceland, um stöðu og horfur ferðaþjónustubænda fyrir sumarið. „Innanlandsmarkaðurinn þrýstir engu að síður verði neðar en hefur sést hér undanfarin ár,“ segir hann.

Erlendar bókanir sitja fastar

„Við erum að glíma við ákveðið vandamál líka, fyrir utan allt annað, að það er fullt af bókunum inni í bókunarkerfunum hjá okkur erlendis frá sem enginn veit hvað verður um. Það er í raun í algjörri óvissu hvað verður um þessar bókanir. Það eru auðvitað allir að vonast til að það verði eitthvað af flugi til landsins og þegar það liggur fyrir þá getur fólk farið að taka til í þessum bókunum. Þangað til er ákveðnum vandkvæðum bundið sums staðar að fara í markvisst markaðsátak fyrir Íslendingana þar sem bókanir á gistingunni eru þegar inni. Að þessu leytinu erum við í ákveðinni pattstöðu, þangað til það skýrist hversu margt af þessu fólki – sem er með pantanir í kerfinu fyrir mitt sumar og seinni part sumars – skilar sér.

Okkar vandi er því sá að annars vegar erum við með Íslendinga sem vilja ferðast, en vilja ekki borga of hátt verð fyrir ferðaþjónustuna, og svo erum við með bókanir frá erlendum ferðamönnum inni í kerfinu sem ekki er ljóst hvað verður um. Íslendingarnir eru nú þegar komnir af stað og um síðustu helgi var víða uppbókað. 

Smám saman greiðist auðvitað úr þessu en það er alveg ljóst að þetta verður mjög erfitt ár fyrir ferðaþjónustuaðila. Við hér á skrifstofunni erum búin að fella niður, endurgreiða og hreinsa út allar bókanir úr kerfinu fram á mitt sumar. Við bjóðum þá annaðhvort upp á að endurgreiða hreinlega keypta ferð eða að færa hana til. Það er einmitt gleðilegt að segja frá því að margir þiggja það að færa ferðina fram á haustið eða jafnvel til næsta árs. Þetta hefur í sjálfu sér gengið ágætlega. Erlent ferðafólk hefur alveg áfram trú á áfangastaðnum,“ segir Sævar og játar því að ferðaþjónustubændur vilji draga sem lengst að afskrifa ferðamöguleikann hingað og endurgreiða ferðirnar.

Ástandið hefur þjappað fólki saman

„Félag ferðaþjónustubænda (FFB) er auðvitað okkar fagfélag og félagarnir innan þess hafa átt í mjög góðu samstarfi. Við komum reglulega saman á fjarfundum til að leggja á ráðin – auk þess sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur komið til liðs við okkur með gott innlegg. Það er þrátt fyrir allt góður hugur í fólkinu í þessari grein og ástandið hefur þjappað því saman,“ segir Sævar.

Að sögn Sævars eru nú þeir í meirihluta innan FFB sem sinna eingöngu ferðaþjónustu. „Ætli þeir félagar séu ekki um 65 prósent í dag og þá restin sem er með einhvers konar búskap samhliða. Ég er nú búinn að vera nokkuð lengi í þessu, eða frá 1998, og þróunin hefur verið í þá átt síðustu ár að fleiri hafa flutt sig alveg yfir í ferðaþjónustuna úr búskapnum, auðvitað með þessari sprengingu sem varð upp úr fjármálahruninu. Að því leytinu til er þetta líka erfitt ástand fyrir okkar félaga,“ útskýrir Sævar og bætir við að líklega sé FFB með um 60 prósent af gistirými landsbyggðarinnar á sínum snærum.

Um 90 prósent erlendir ferðamenn

Að sögn Sævars eru vel flestir félagsmanna hans að glíma við þetta vandamál með erlendu bókanirnar. „Síðustu árin hafa erlendir ferðamenn verið um 90 prósent af gestafjölda gististaðanna,“ segir hann.

„Til að byrja með, þegar ljóst var að það stefndi í alvarlegt ástand vegna farsóttarinnar, þá var afar þungt hljóðið í mörgum okkar félaga. Svo hefur það breyst og við heyrum af færri og færri stöðum sem segjast ekki ætla að opna aftur. Ég er ekki alveg með það á hreinu hvað það lítur út fyrir að margir muni gefast upp, en margir hafa verið að draga það frekar að opna sem væru annars búnir að því í maí. Ég held að flest allir muni opna, en helsta vandamálið er með þessa stóru mannfreku staði. Það er mun erfiðara fyrir þá að takast á við ástandið en litlu staðina sem hafa meiri sveigjanleika.“

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.