Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna
Fréttir 4. mars 2015

Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna

Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum fengu veglega styrki úr orku­rannsóknasjóði Landsvirkjunar, eða samtals 8,8 milljónir króna.
 
Viðfangsefnin eru fjölbreytileg. Skoðuð verður kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna. Skógrækt ríkisins tekur þátt í öllum þessum verkefnum en framlögin renna óskipt til verkefnanna.
 
Markmið orkurannsóknasjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, eins og fram kemur á vef Landsvirkjunar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Styrkveitingar sjóðsins falla í tvo flokka. Annars vegar eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og hins vegar styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkt eru almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála, þar með taldar rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum.
 
Eftirtalin verkefni á sviði skógvísinda hlutu styrk að þessu sinni:
 
  • Kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum síðustu 10.000 ár í Húnavatnssýslu. Leone Tinganelli landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi á nútíma. Susanne Claudia Möckel landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Mýrviður – Loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi. Brynhildur Bjarna­dóttir, Háskólanum á Akureyri, í samvinnu við Landbúnaðar­háskóla Íslands og Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.500.000 kr.
  • Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsundir. Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands, í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.700.000 kr.
  • Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Sæmundur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Háskóla Bresku-Kólumbíu í Vancouver, Kanada. Styrkur. 2.400.000 kr.
Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...