Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna
Fréttir 4. mars 2015

Tæplega 9 milljóna króna styrkir til skógrannsókna

Fimm rannsóknarverkefni sem tengjast skógvísindum fengu veglega styrki úr orku­rannsóknasjóði Landsvirkjunar, eða samtals 8,8 milljónir króna.
 
Viðfangsefnin eru fjölbreytileg. Skoðuð verður kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum, umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi, loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi, vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls og uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Hæsti styrkurinn nemur 2,7 milljónum króna. Skógrækt ríkisins tekur þátt í öllum þessum verkefnum en framlögin renna óskipt til verkefnanna.
 
Markmið orkurannsóknasjóðsins er að veita styrki til námsmanna, rannsóknarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, eins og fram kemur á vef Landsvirkjunar. Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári. Styrkveitingar sjóðsins falla í tvo flokka. Annars vegar eru styrkir til nemenda í meistara- eða doktorsnámi og hins vegar styrkir til efnilegra nemenda sem áforma eða stunda meistara- eða doktorsnám á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkt eru almenn rannsóknarverkefni á sviði umhverfis og orkumála, þar með taldar rannsóknir á endurnýjanlegum orkugjöfum.
 
Eftirtalin verkefni á sviði skógvísinda hlutu styrk að þessu sinni:
 
  • Kolefnisuppsöfnun í stöðuvötnum síðustu 10.000 ár í Húnavatnssýslu. Leone Tinganelli landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Umhverfisbreytingar og búskapur næringarefna í jarðvegi á nútíma. Susanne Claudia Möckel landfræðingur. Styrkur: 600.000 kr.
  • Mýrviður – Loftslagsáhrif skógræktar á framræstu mýrlendi. Brynhildur Bjarna­dóttir, Háskólanum á Akureyri, í samvinnu við Landbúnaðar­háskóla Íslands og Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.500.000 kr.
  • Vistkerfisbreytingar á hálendi norðan Langjökuls síðustu árþúsundir. Guðrún Gísladóttir, Háskóla Íslands, í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Styrkur: 2.700.000 kr.
  • Uppruni og erfðabreytileiki blæaspar á Íslandi. Sæmundur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands, í samvinnu við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Háskóla Bresku-Kólumbíu í Vancouver, Kanada. Styrkur. 2.400.000 kr.
Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...