Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skýringarmyndin sýnir hvernig ferli framleiðslunnar á fljótandi ammóníaki á sér stað.
Skýringarmyndin sýnir hvernig ferli framleiðslunnar á fljótandi ammóníaki á sér stað.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 18. nóvember 2022

Tæknin verður fyrst sinnar tegundar í heiminum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýsköpunarfyrirtækið Atmonia hefur á undanförnum árum unnið að þróun á tækjabúnaði til umhverfisvænnar áburðarframleiðslu.

Helga Dögg Flosadóttir fer fyrir tilraunateymi Atmonia.

Fyrirtækið tilkynnti fyrir skemmstu um evrópskt samstarfsverkefni, stýrt af Háskóla Íslands sem hófst 1.nóvember síðastliðinn með það að markmiði að hanna og þróa rafgreiningarbúnað sem framleiðir ammóníak í vökvaformi, sem nýta má sem eldsneyti eða áburð.

Helga Dögg Flosadóttir, rannsóknarstjóri Atmonia, segir samstarfsverkefnið mikilvægt áframhald af störfum fyrirtækisins fram til þessa. Hún segir að endanleg stærð á vörunni, sem verður markaðssett í kjölfar verkefnisins, sé enn í vöruþróun en stefnan sé sett á kerfi á stærð við flutningsgám sem hentar vel með sjálfbærum orkugjöfum eins og til dæmis vindmyllum.

Mestu áskoranir í orku- og loftslagsmálum

Fimm aðrar stofnanir og fyrirtæki eru einnig þátttakendur í verkefninu sem heitir VERGE. Það er fjármagnað af rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon Europe, sem styður við auknar rannsóknir á mestu áskorunum samtímans í Evrópu, meðal annars í orku- og loftslagsmálum. VERGE verkefnið er beint framhald af þeim verkefnum sem Atmonia hefur unnið að undanfarin ár. Áður hefur hér í blaðinu verið fjallað um tækjabúnaðinn og framleiðsluferlana sem Atmonia vinnur að, meðal annars búnað sem ætlaður er fyrir bændur til nota heima á bæjum. Sú tækni og búnaður verður áfram í þróun samhliða þessu verkefni.

VERGE styrkurinn er að sögn Helgu upp á ríflega 3,2 miljónir evra og deilist á milli samstarfsaðilanna. Hann nýtist að fullu við þróunina á þessu nýja ferli. Verkefnið sjálft er til þriggja ára og í lok þess er stefnt á að sýna fram á framleiðslu ammóníaks í vökvaformi með rafefnafræðilegu ferli í rannsóknarstofu.

Tæknin sem þróuð er í verkefninu, verður fyrsta sinnar tegundar í heiminum og felst í rafefnafræðilegu ferli til framleiðslu ammóníaks, úr sjálfbæru rafmagni. Möguleikinn til að framleiða sjálfbært ammóníak beint úr sjálfbærum orkuauðlindum mun hafa jákvæð áhrif á heimsvísu. Í dag fer framleiðslan að langmestu leyti fram á iðnaðarskala með óumhverfisvænum hætti og ber því ábyrgð á einu prósenti af losun gróðurhúsalofttegunda heimsbyggðarinnar. Þar að auki er ammóníak nú talið eitt vænlegasta kolefnislausa rafeldsneytistegundin, sem þekkt er til nota við skipaflutninga og aðrar siglingar. Hægt er að draga úr losun sem nemur þremur prósentum af heildarlosun heimsins með því að nýta í stað þess ammóníak framleitt á umhverfisvænan máta, sem eldsneyti.

Talið er að VERGE-tæknin muni á þennan hátt hafa mikil áhrif og flýta fyrir kolefnisjöfnun í Evrópu fyrir 2050.

Viðurkenning á gæðum rannsóknarstarfa Atmonia

„Við höfum með með þessu verkefni fengið viðurkenningu Evrópuráðs – og sérfræðinga þeirra – á mikilvægi verkefnisins og gæðum okkar rannsóknastarfa. Atmonia og Háskóli Íslands setja sig hér í fremstu röð nýsköpunar og vísindanna á sviði rafefnafræðilegrar framleiðslu ammóníaks,“ segir Helga.

Hún bætir við að með verkefninu komi fjármagn til landsins sem styrki verkefnið veglega næstu þrjú árin, þar að auki sterkir samstarfsaðilar og sérfræðingar frá fyrirtækjum og stofnunum sem munu auka veg verkefnisins, bæði í þróun og markaðssetningu.

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...