Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Systurnar Lilja og Stella Bjarnadætur útskrifuðust saman úr búfræði á dögunum.
Systurnar Lilja og Stella Bjarnadætur útskrifuðust saman úr búfræði á dögunum.
Mynd / Úr einkasafni
Líf og starf 26. júní 2018

Systur meðal útskriftarnema

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Við brautskráningu frá Landbúnaðar­háskóla Íslands þann 1. júní sl. voru meðal útskriftarnema systurnar Lilja Dóra og Stella Dröfn Bjarnadætur. Þær hafa fylgst að í gegnum námið og hjálpast að með þau verkefni sem námið býður upp á og segja það ómetanlegt að hafa stuðning frá hvor annarri. 
 
Systurnar ásamt mökum sínum.
Systurnar eru fæddar og uppaldar á Mannskaðahóli í Skagafirði og höfðu því báðar góðan bakgrunn í búskap áður en þær hófu nám í búfræði. Áður höfðu þær báðar lokið stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Þær hófu svo nám á Hvanneyri ásamt unnustum sínum, þeim Friðriki Andra Atlasyni frá Syðri-Hofdölum í Skagafirði og Jóhannesi Geir Gunnarssyni frá Efri- Fitjum í Vestur- Húnavatnssýslu, sem einnig útskrifuðust nú í vor. 
 
 
Nóg af búfræðingum á Mannskaðahóli 
 
Þess má einnig geta að systir þeirra Lilju og Stellu, Sunna Dís, útskrifaðist einnig frá Hvanneyri árið 2014 ásamt unnusta sínum, Bjarna Salberg Péturssyni. Því ætti ekki að vera vandamál að fá góð ráð við búskapinn á Mannskaðahóli. 
Þær Lilja og Stella kunnu vel við sig á Hvanneyri. „Hvanneyri er náttúrlega æðislegur staður þar sem öllum ætti að líða vel. Námið gaf okkur mjög góðan grunn fyrir framtíðina sem verðandi bændur og mælum við alveg klárlega með þessu námi fyrir alla þá sem hafa áhuga á landbúnaði á einhvern hátt.“ 
 
Gott félagslíf og góðar minningar 
 
Það sem stendur upp úr dvöl þeirra systra á Hvanneyri er hversu gott samfélagið á Hvanneyri sé. Þannig verði Hvanneyri annað heimili þeirra sem þangað fara. Allir séu góðir félagar og vel passað upp á að félagslífið sé fjörugt og skemmtilegt. Minningar þeirra frá dvölinni séu eingöngu góðar og hlýjar. Þær segja að námið sé ekki síður hentugt fyrir stelpur en stráka. „Þetta er ekkert meira nám fyrir stráka en stelpur þar sem við erum sko ekkert minna harðar en þeir!“ 
Í framhaldi af námsdvöl sinni stefna systurnar báðar á að fara inn í búskapinn og gera það sem þeim finnst skemmtilegast að gera. Annars sé góð regla að hugsa bara um einn dag í einu og njóta hvers dags til fulls því lífið sé núna. 
Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...