Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2015

Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða

Höfundur: smh

Talsvert hefur borið á óvenjulegum ærdauða á ýmsum bæjum á landinu að undanförnu – á nokkrum svæðum á landinu, en helst í Borgarfirði, Eyjafirði og á Austurlandi. Á sumum bæjum eru þetta þó nokkur afföll, jafnvel svo tugum skiptir. Fyrst var talið að léleg hey gæti verið ástæðan, en nú er komið í ljós að hvorki tíðarfar eða léleg fóðrun virðist vera fullnægjandi skýring.

Að sögn Svavars Halldórssonar hófst blóðsýnataka í gær úr veikum ám í þeim tilgangi að senda utan til greiningar. Segir að hann að niðurstöður úr þeim greiningum sé að vænta á næsta sólarhring.

Landssamtök sauðfjárbænda telja ástæðu til að skoða málið nánar og reyna að kortleggja umfangið. Þau hvetja bændur sem hafa orðið fyrir slíkum vanhöldum að hafa samband. Hægt er að senda Svavari Halldórssyni framkvæmdastjóra tölvupóst á netfangið svavar@bondi.is. Þar væri æskilegt að tíunda allt sem óvenjulegt er í ár; heygæði, fóðurbætisgjöf, lýsisgjöf, notkun steinefnastampa, einkenni veikra áa, óvanaleg einkenni lamba, afföll o.s.frv. Einnig væri gott að fá niðurstöðu heysýna hjá þeim sem að luma á slíku.

Er hvatt til þess að bændur láti í sér heyra sem fyrst; sérstaklega í þeim sem eru með lélegar ær sem ekki hafa enn farið út. Farið verður með hvert og eitt erindi sem trúnaðarmál í samvinnu við dýralækni.

Skylt efni: ærdauði

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.