Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2015

Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða

Höfundur: smh

Talsvert hefur borið á óvenjulegum ærdauða á ýmsum bæjum á landinu að undanförnu – á nokkrum svæðum á landinu, en helst í Borgarfirði, Eyjafirði og á Austurlandi. Á sumum bæjum eru þetta þó nokkur afföll, jafnvel svo tugum skiptir. Fyrst var talið að léleg hey gæti verið ástæðan, en nú er komið í ljós að hvorki tíðarfar eða léleg fóðrun virðist vera fullnægjandi skýring.

Að sögn Svavars Halldórssonar hófst blóðsýnataka í gær úr veikum ám í þeim tilgangi að senda utan til greiningar. Segir að hann að niðurstöður úr þeim greiningum sé að vænta á næsta sólarhring.

Landssamtök sauðfjárbænda telja ástæðu til að skoða málið nánar og reyna að kortleggja umfangið. Þau hvetja bændur sem hafa orðið fyrir slíkum vanhöldum að hafa samband. Hægt er að senda Svavari Halldórssyni framkvæmdastjóra tölvupóst á netfangið svavar@bondi.is. Þar væri æskilegt að tíunda allt sem óvenjulegt er í ár; heygæði, fóðurbætisgjöf, lýsisgjöf, notkun steinefnastampa, einkenni veikra áa, óvanaleg einkenni lamba, afföll o.s.frv. Einnig væri gott að fá niðurstöðu heysýna hjá þeim sem að luma á slíku.

Er hvatt til þess að bændur láti í sér heyra sem fyrst; sérstaklega í þeim sem eru með lélegar ær sem ekki hafa enn farið út. Farið verður með hvert og eitt erindi sem trúnaðarmál í samvinnu við dýralækni.

Skylt efni: ærdauði

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...