Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða
Mynd / smh
Fréttir 10. júní 2015

Sýni send utan vegna óvenjulegs ærdauða

Höfundur: smh

Talsvert hefur borið á óvenjulegum ærdauða á ýmsum bæjum á landinu að undanförnu – á nokkrum svæðum á landinu, en helst í Borgarfirði, Eyjafirði og á Austurlandi. Á sumum bæjum eru þetta þó nokkur afföll, jafnvel svo tugum skiptir. Fyrst var talið að léleg hey gæti verið ástæðan, en nú er komið í ljós að hvorki tíðarfar eða léleg fóðrun virðist vera fullnægjandi skýring.

Að sögn Svavars Halldórssonar hófst blóðsýnataka í gær úr veikum ám í þeim tilgangi að senda utan til greiningar. Segir að hann að niðurstöður úr þeim greiningum sé að vænta á næsta sólarhring.

Landssamtök sauðfjárbænda telja ástæðu til að skoða málið nánar og reyna að kortleggja umfangið. Þau hvetja bændur sem hafa orðið fyrir slíkum vanhöldum að hafa samband. Hægt er að senda Svavari Halldórssyni framkvæmdastjóra tölvupóst á netfangið svavar@bondi.is. Þar væri æskilegt að tíunda allt sem óvenjulegt er í ár; heygæði, fóðurbætisgjöf, lýsisgjöf, notkun steinefnastampa, einkenni veikra áa, óvanaleg einkenni lamba, afföll o.s.frv. Einnig væri gott að fá niðurstöðu heysýna hjá þeim sem að luma á slíku.

Er hvatt til þess að bændur láti í sér heyra sem fyrst; sérstaklega í þeim sem eru með lélegar ær sem ekki hafa enn farið út. Farið verður með hvert og eitt erindi sem trúnaðarmál í samvinnu við dýralækni.

Skylt efni: ærdauði

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...