Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu
Fréttir 9. janúar 2015

Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bakteríusýking sem drap nokkur þúsund hektara af aldagömlum ólífulundum á suður Ítalíu á síðasta ári sýnir merki þessa að dreifa sér til fleiri Evrópulanda.

Einkenni sýkingarinnar er að bakterían, Xylella fastidiosa, teppir vatnsflæði um trén með þeim afleiðingum að blöð þeirra þorna og skrælna áður en þau fall af. Eftir það þorna greinarnar.

Bakterían er vel þekkt í Suður Ameríku og Miðausturlöndum og er talið að hún hafi borist til Ítalíu með skordýrum eða sýktum plöntuafurðum og þaðan ólífutrén.

Eftir að bakterían hefur tekið sér bólfestu breiðist hún út með skordýrum sem fara milli trjáa og sjúga úr þeim safa og geta mismunandi afbrigði bakteríunnar tekið sér bólfestu í mismunandi trjátegundum eins og eik, hlyn, sítrusávöxtum, kirsiberjum, möndlutrjám og vínvið svo dæmi séu tekin.

Í nóvember síðast liðnum voru 7,5 milljónir evra, jafngildi 1,1miljarða íslenskra króna, eyrnamerktir vörnum gegn sýkingum í trjám innan Evrópusambandsins. Hluti þeirra fjárveitingar er ætluð til varna aukinni útbreiðslu sýkingarinnar í ólífutrjánum á Ítalíu enda um gríðarlega hagsmuni að ræða þar sem heilu héruðin sem byggja afkomu sína á ólífurækt í löndunum við Miðjarðarhaf.

Bent hefur verið á að breytingar á útbreiðslu plöntu- og dýrasjúkdóma sem orðið hefur vart undanfarin ár tengist oft breytingum á alþjóðlegum viðskiptum með vörur. Sýkingar sem ekki þekktust áður á ákveðnum svæðum hafa undanfarin ár verið að skjóta upp kollinum eftir að tekin hafa verið upp viðskipti með landbúnaðarafurðir við ný svæði.
 

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...