Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu
Fréttir 9. janúar 2015

Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bakteríusýking sem drap nokkur þúsund hektara af aldagömlum ólífulundum á suður Ítalíu á síðasta ári sýnir merki þessa að dreifa sér til fleiri Evrópulanda.

Einkenni sýkingarinnar er að bakterían, Xylella fastidiosa, teppir vatnsflæði um trén með þeim afleiðingum að blöð þeirra þorna og skrælna áður en þau fall af. Eftir það þorna greinarnar.

Bakterían er vel þekkt í Suður Ameríku og Miðausturlöndum og er talið að hún hafi borist til Ítalíu með skordýrum eða sýktum plöntuafurðum og þaðan ólífutrén.

Eftir að bakterían hefur tekið sér bólfestu breiðist hún út með skordýrum sem fara milli trjáa og sjúga úr þeim safa og geta mismunandi afbrigði bakteríunnar tekið sér bólfestu í mismunandi trjátegundum eins og eik, hlyn, sítrusávöxtum, kirsiberjum, möndlutrjám og vínvið svo dæmi séu tekin.

Í nóvember síðast liðnum voru 7,5 milljónir evra, jafngildi 1,1miljarða íslenskra króna, eyrnamerktir vörnum gegn sýkingum í trjám innan Evrópusambandsins. Hluti þeirra fjárveitingar er ætluð til varna aukinni útbreiðslu sýkingarinnar í ólífutrjánum á Ítalíu enda um gríðarlega hagsmuni að ræða þar sem heilu héruðin sem byggja afkomu sína á ólífurækt í löndunum við Miðjarðarhaf.

Bent hefur verið á að breytingar á útbreiðslu plöntu- og dýrasjúkdóma sem orðið hefur vart undanfarin ár tengist oft breytingum á alþjóðlegum viðskiptum með vörur. Sýkingar sem ekki þekktust áður á ákveðnum svæðum hafa undanfarin ár verið að skjóta upp kollinum eftir að tekin hafa verið upp viðskipti með landbúnaðarafurðir við ný svæði.
 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...