Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu
Fréttir 9. janúar 2015

Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bakteríusýking sem drap nokkur þúsund hektara af aldagömlum ólífulundum á suður Ítalíu á síðasta ári sýnir merki þessa að dreifa sér til fleiri Evrópulanda.

Einkenni sýkingarinnar er að bakterían, Xylella fastidiosa, teppir vatnsflæði um trén með þeim afleiðingum að blöð þeirra þorna og skrælna áður en þau fall af. Eftir það þorna greinarnar.

Bakterían er vel þekkt í Suður Ameríku og Miðausturlöndum og er talið að hún hafi borist til Ítalíu með skordýrum eða sýktum plöntuafurðum og þaðan ólífutrén.

Eftir að bakterían hefur tekið sér bólfestu breiðist hún út með skordýrum sem fara milli trjáa og sjúga úr þeim safa og geta mismunandi afbrigði bakteríunnar tekið sér bólfestu í mismunandi trjátegundum eins og eik, hlyn, sítrusávöxtum, kirsiberjum, möndlutrjám og vínvið svo dæmi séu tekin.

Í nóvember síðast liðnum voru 7,5 milljónir evra, jafngildi 1,1miljarða íslenskra króna, eyrnamerktir vörnum gegn sýkingum í trjám innan Evrópusambandsins. Hluti þeirra fjárveitingar er ætluð til varna aukinni útbreiðslu sýkingarinnar í ólífutrjánum á Ítalíu enda um gríðarlega hagsmuni að ræða þar sem heilu héruðin sem byggja afkomu sína á ólífurækt í löndunum við Miðjarðarhaf.

Bent hefur verið á að breytingar á útbreiðslu plöntu- og dýrasjúkdóma sem orðið hefur vart undanfarin ár tengist oft breytingum á alþjóðlegum viðskiptum með vörur. Sýkingar sem ekki þekktust áður á ákveðnum svæðum hafa undanfarin ár verið að skjóta upp kollinum eftir að tekin hafa verið upp viðskipti með landbúnaðarafurðir við ný svæði.
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...