Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu
Fréttir 9. janúar 2015

Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bakteríusýking sem drap nokkur þúsund hektara af aldagömlum ólífulundum á suður Ítalíu á síðasta ári sýnir merki þessa að dreifa sér til fleiri Evrópulanda.

Einkenni sýkingarinnar er að bakterían, Xylella fastidiosa, teppir vatnsflæði um trén með þeim afleiðingum að blöð þeirra þorna og skrælna áður en þau fall af. Eftir það þorna greinarnar.

Bakterían er vel þekkt í Suður Ameríku og Miðausturlöndum og er talið að hún hafi borist til Ítalíu með skordýrum eða sýktum plöntuafurðum og þaðan ólífutrén.

Eftir að bakterían hefur tekið sér bólfestu breiðist hún út með skordýrum sem fara milli trjáa og sjúga úr þeim safa og geta mismunandi afbrigði bakteríunnar tekið sér bólfestu í mismunandi trjátegundum eins og eik, hlyn, sítrusávöxtum, kirsiberjum, möndlutrjám og vínvið svo dæmi séu tekin.

Í nóvember síðast liðnum voru 7,5 milljónir evra, jafngildi 1,1miljarða íslenskra króna, eyrnamerktir vörnum gegn sýkingum í trjám innan Evrópusambandsins. Hluti þeirra fjárveitingar er ætluð til varna aukinni útbreiðslu sýkingarinnar í ólífutrjánum á Ítalíu enda um gríðarlega hagsmuni að ræða þar sem heilu héruðin sem byggja afkomu sína á ólífurækt í löndunum við Miðjarðarhaf.

Bent hefur verið á að breytingar á útbreiðslu plöntu- og dýrasjúkdóma sem orðið hefur vart undanfarin ár tengist oft breytingum á alþjóðlegum viðskiptum með vörur. Sýkingar sem ekki þekktust áður á ákveðnum svæðum hafa undanfarin ár verið að skjóta upp kollinum eftir að tekin hafa verið upp viðskipti með landbúnaðarafurðir við ný svæði.
 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...