Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjötlausir hamborgarar Moving Mountains hafa notið vinsælda víða um Evrópu.
Kjötlausir hamborgarar Moving Mountains hafa notið vinsælda víða um Evrópu.
Fréttir 17. febrúar 2020

Svínakjötslausir hamborgarar og kjötfarsklattar úr ostrusveppum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alls konar eftirlíkingar af hefð­bundinni fæðu flæðir nú yfir tískumatar­markað­inn á Vesturlöndum. Mest hefur þar borið á fjölbreyttum verk­smiðju­unnum vegan-mat­vörum úr korni og baunum. Einnig hafa menn verið að gera nautakjöts­eftirlíkingar úr kjöti af öðrum dýrategundum. 
 
Þekkt er á markaðinum vegan-gervikjöt þar sem t.d. er líkt eftir kalkúnakjöti, nautakjöti og svínakjöti. Einnig hefur lengi verið þekkt að reynt sé að svindla á neytendum með því að bjóða t.d. rétti úr nautakjöti sem í raun eru unnir úr hrossakjöti eða kjöti af öðrum dýrategundum. Nýlega kom t.d. upp enn eitt hrossakjötssvindlmálið á Spáni þar sem 15 manns voru handteknir fyrir að gefa út fölsk framleiðsluvottorð þar sem hrossakjöt var sett á markað sem nautakjöt. Einnig fyrir að markaðssetja kjöt sem var óhæft til neyslu. 
 
Grænmetisborgarar
 
Fyrir hálfum mánuði birtist á vefsíðu GlobalMeat frétt um matvælaframleiðslufyrirtækið Moving Mountains. Það er m.a. frægt á Bretlandsmarkaði og víðar um Evrópu fyrir framleiðslu á græn­metis­hamborgurum og pylsum sem eiga að vera staðgengill kjötrétta. Þar er líkt eftir nautakjötsborgurum og það nýjasta er að líkja eftir svínakjötshamborgurum.  
 
Charlot Robson, markaðsstjóri Moving Mountains, segir að fyrirtækið hafi lengi verið að rannsaka hvernig kjötréttir væru framleiddir. Hafi fyrirtækið tekið upp sams konar framleiðsluaðferðir og kjötiðnaðurinn við að framleiða „kjötrétti“ sem ekki innihalda neinar dýraafurðir. Meðal hráefna sem fyrirtækið hefur notað eru sveppir sem þykja heppilegir þegar líkja þarf eftir safaríku kjöti. Kókosolía er svo notuð í stað dýrafitu og síðan er hveiti og sojabaunir notaðar til að líkja eftir trefjum í hefðbundnu kjöti. Til að líkja eftir blóði í kjötinu eru notaðar rauðrófur. 
 
Svínakjötslaus hamborgari, „No-Pork Burger“, frá Moving Mountains kom jafnvel hörðustu kjötætum mjög á óvart á matvælasýningu í Hollandi.
 
„No-Pork Burger“
 
Fyrirtækið Moving Mountains sýndi sínar framleiðsluvörur á matvælasýningunni Horecava sem haldin var í Amsterdam í Hollandi nú í janúar. Þar gafst fólki kostur á að smakka á fjölbreyttum réttum sem fyrirtækið vinnur úr hráefni úr jurtaríkinu og þar á meðal var svonefndur svínakjötslaus hamborgari [No-Pork Burger]. 
 
Robson segir að þessi hamborgarar hafi komið mörgum á óvart, ekki síst fólki sem sagðist ekki vera vegan. Svínakjötslausi hamborgarinn er eftirlíking af svínakjötsborgara, en hráefnið er að uppistöðu til ostrusveppir og rauðrófur. Þá er hamborgarinn sagður laus við allt kólesteról, hormóna og sýklalyf.
 
Svínakjötslausu hamborgararnir eru boðnir í 113,5 gramma stærð og einnig í minni útgáfu sem er 56 grömm og kallaðir kjötfars­klattar, eða „sausage patty“.Er þessi framleiðsla svo mikið verksmiðjuunnin og komin langt frá því að geta kallast ferskvara, að útilokað er að finna í þessu grænmeti og hvað þá raunverulegt kjöt. 
Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...