Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Fréttir 25. ágúst 2020

Svalbarðsstrandarhreppur barnvænt samfélag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Svalbarðsstrandarhreppur verður barnvænt samfélag. Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri Sval­barðs­­strandarhrepps, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Birna Þórarins­­dóttir hafa undirritað samstarfs­samning þess efnis.
 
Með undirskriftinni bætist Sval­barðsstrandarhreppur í ört stækkandi hóp sveitarfélaga sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi. 
 
Mikill áhugi
 
Þátttaka Svalbarðsstrandarhrepps í Barnvænum sveitarfélögum er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.
 
Akureyrarbær hóf vinnu við að verða Barnvænt sveitarfélag árið 2016, og varð í lok maí fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta þá viðurkenningu.  Áhugi á þátttöku í verkefninu hefur verið mikill og biðlistar myndast þar sem UNICEF hefur hingað til ekki getað annað eftirspurn áhugasamra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á vef félagsmálaráðuneytisins.
 
Hlakka til
 
Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðs­strandarhrepps, segir þar að íbúar hlakki til að hefja samstarfið um innleiðingu sáttmálans og nýta þá verk­færakistu sem þau fái aðgang að. Í Svalbarðsstrandarhreppi er rekinn leikskóli, Álfaborg, fyrir börn frá 9 mánaða aldri og grunnskóli með kennslu út 10. bekk. Markvisst sé unnið að því að styrkja nemendur þannig að þeir verði hæfari til að takast á við verkefni framtíðarinnar. 

Skylt efni: Svalbarðshreppur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...