Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Fréttir 25. ágúst 2020

Svalbarðsstrandarhreppur barnvænt samfélag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Svalbarðsstrandarhreppur verður barnvænt samfélag. Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri Sval­barðs­­strandarhrepps, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Birna Þórarins­­dóttir hafa undirritað samstarfs­samning þess efnis.
 
Með undirskriftinni bætist Sval­barðsstrandarhreppur í ört stækkandi hóp sveitarfélaga sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi. 
 
Mikill áhugi
 
Þátttaka Svalbarðsstrandarhrepps í Barnvænum sveitarfélögum er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.
 
Akureyrarbær hóf vinnu við að verða Barnvænt sveitarfélag árið 2016, og varð í lok maí fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta þá viðurkenningu.  Áhugi á þátttöku í verkefninu hefur verið mikill og biðlistar myndast þar sem UNICEF hefur hingað til ekki getað annað eftirspurn áhugasamra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á vef félagsmálaráðuneytisins.
 
Hlakka til
 
Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðs­strandarhrepps, segir þar að íbúar hlakki til að hefja samstarfið um innleiðingu sáttmálans og nýta þá verk­færakistu sem þau fái aðgang að. Í Svalbarðsstrandarhreppi er rekinn leikskóli, Álfaborg, fyrir börn frá 9 mánaða aldri og grunnskóli með kennslu út 10. bekk. Markvisst sé unnið að því að styrkja nemendur þannig að þeir verði hæfari til að takast á við verkefni framtíðarinnar. 

Skylt efni: Svalbarðshreppur

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...