Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Birna Þórarinsdóttir frá UNICEF, Björg Erlingsdóttir og Ásmundur Einar Daðason við undirritun samkomulagsins. Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Mynd / Félagsmálaráðuneytið
Fréttir 25. ágúst 2020

Svalbarðsstrandarhreppur barnvænt samfélag

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Svalbarðsstrandarhreppur verður barnvænt samfélag. Björg Erlingsdóttir sveitarstjóri Sval­barðs­­strandarhrepps, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og Birna Þórarins­­dóttir hafa undirritað samstarfs­samning þess efnis.
 
Með undirskriftinni bætist Sval­barðsstrandarhreppur í ört stækkandi hóp sveitarfélaga sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu sína með stuðningi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á Íslandi. 
 
Mikill áhugi
 
Þátttaka Svalbarðsstrandarhrepps í Barnvænum sveitarfélögum er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitarfélaga á Íslandi sem láta sér mannréttindi barna varða, með Barnasáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga.
 
Akureyrarbær hóf vinnu við að verða Barnvænt sveitarfélag árið 2016, og varð í lok maí fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að hljóta þá viðurkenningu.  Áhugi á þátttöku í verkefninu hefur verið mikill og biðlistar myndast þar sem UNICEF hefur hingað til ekki getað annað eftirspurn áhugasamra sveitarfélaga. Þetta kemur fram á vef félagsmálaráðuneytisins.
 
Hlakka til
 
Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðs­strandarhrepps, segir þar að íbúar hlakki til að hefja samstarfið um innleiðingu sáttmálans og nýta þá verk­færakistu sem þau fái aðgang að. Í Svalbarðsstrandarhreppi er rekinn leikskóli, Álfaborg, fyrir börn frá 9 mánaða aldri og grunnskóli með kennslu út 10. bekk. Markvisst sé unnið að því að styrkja nemendur þannig að þeir verði hæfari til að takast á við verkefni framtíðarinnar. 

Skylt efni: Svalbarðshreppur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...