Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grímur Sæmundssen og Steinþór Skúlason innsigla samstarfið með handabandi ásamt Sævari Skaptasyni og Helgu Árnadóttur, við undirritun yfirlýsingarinnar.
Grímur Sæmundssen og Steinþór Skúlason innsigla samstarfið með handabandi ásamt Sævari Skaptasyni og Helgu Árnadóttur, við undirritun yfirlýsingarinnar.
Líf&Starf 1. júlí 2016

Sumarilmur - Samstarfsverkefni ferðaþjónustu og landbúnaðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ferðaþjónustan og landbúnaðurinn hafa tekið höndum saman og sett af stað leik sem fagnar sumarilminum í sínum ólíku myndum. Auglýst er eftir myndum sem fanga sumarstemninguna og lýsa samspili ferðaþjónustu og landbúnaðar.

Myndirnar birtast á sumarilmur.is og í hverri viku verður sú mynd valin sem best þykir fanga anda sumarsins í sveitum landsins. Sá sem á mynd vikunnar fær glæsileg verðlaun en á meðal vinninga eru gisting og afþreying innanlands og alls kyns upplifun tengd mat og öðru sumarlegu. Vinningshafar verða kynntir á Rás 2 og þeir fengnir til að segja frá sögunni á bakvið myndina

Sumarilmur er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar og samtaka bænda og fyrirtækja í landbúnaði 2016. Í verkefninu er sjónum beint að þeirri fjölbreytilegu grósku sem samfléttun ferðaþjónustu og landbúnaðar hefur gætt þróunina um land allt.

Ferðaþjónusta hefur á skömmum tíma orðið einn mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar. Vöxtur hennar hefur skipt sköpum fyrir bættan hag þjóðarbúsins og aukinn kaupmátt almennings.

Um 1,7 milljónir ferðamanna munu sækja Ísland heim í ár. Gjaldeyristekjur vegna þeirra eru áætlaðar allt að 1,5 milljarður króna á dag. Ekki er síður mikilvægt að tekjur myndast víða um land þar sem aðrir möguleikar eru takmarkaðir.

Í ár er neysla erlendra ferðamanna á innlendri matvöru talin verða um 22 tonn á dag. Þessi viðbót stækkar innlendan markað og eykur tekjur af innlendum landbúnaði. Neysla á innlendri matvöru, kjöti, fiski og grænmeti, er órjúfanlegur hluti af upplifun ferðamanna og þeim gæðum sem Ísland hefur fram að færa. Landbúnaður skapar því hluta af því virði sem ferðaþjónustan byggir á.

Ferðaþjónusta bænda býður 180 gististaði, sveitahótel, bændagistingu og bústaði víða um land sem gefa ferðamönnum kost á nálægð við búskap og húsdýr sem mörgum er framandi en um leið mjög áhugaverð.  Bændur bjóða ferðafólki margs konar afþreyingu sem hundruð þúsunda nýta sér og má nefna hestaferðir og aðgang að veiði auk sölu á ýmiss konar heimagerðum varningi og sveitakrásum. Bændur eru vörslumenn landsins og sinna ræktun og uppgræðslu. Það er öryggisatriði fyrir ferðamenn, ekki síst á veturna, að búseta sé um landið allt. Sú mikla þjónusta sem bændur veita ferðamönnum um sveitir landsins byggir á þeirri kjölfestu sem liggur í atvinnustarfsemi landbúnaðarins.

Nýjar forsendur eru að skapast ótrúlega víða fyrir atvinnu í sveitum landsins, nýsköpun og þróun í vöru og þjónustuframboði svo og eftirsóttum upplifunum fyrir ferðafólk jafnt sem landsmenn alla. Sjálfbærni, staðbundin sérstaða og sterk tenging við náttúru, heilsu og hollustu eru mikilvægir áhersluþættir sem ferðaþjónusta og landbúnaður hafa sameiginlega hagsmuni af að rækta og efla í gagnkvæmu samstarfi.

Skylt efni: Sumarilmur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...