Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 14. september

Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Framleiðsla á svínakjöti í Þýskalandi er nú í uppnámi eftir að smit fannst í hræi af villisvíni innan landamæra Þýskalands 10. september. Erlendir kaupendur svínakjöts halda að sér höndum.

Þjóðverjar hafa flutt út milljónir tonna af svínakjöti árlega og eru kaupendur nú í viðbragðstöðu. Strax 11. september fóru að berast fréttir af því að bæði Suður-Kórea og Japan höfðu lagt bann við innflutningi á svínakjöti frá Þýskalandi. Á árinu 2019 fluttu Japanir inn yfir 40 þúsund tonn af svínakjöti frá Þýskalandi.

Beinast augu Þjóðverja nú að Kína og hver viðbrögðin verða þar vegna svínapestarinnar sem komin er upp í villtum svínum í Þýskalandi. Ef Kínverjar loka fyrir innflutning yrði það gríðarlegt högg fyrir þýska svínabændur. Þangað hafa verið flutt út yfir  5 milljónir tonna á ári. Hafa Kínverjar reynt að bæta upp skaða af svínapest heimafyrir með því að kaupa svínakjöt hvar sem það hefur verið að finna í veröldinni. Um120 milljónir svína hafa drepist í Kína frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það hefur sett kínverska markaðinn í uppnám sem hefur lýst sér í miklum verðhækkunum. Hafa kínverskir milljarðamæringar m.a. nýtt sér stöðuna.

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...

Blómaval í hálfa öld
Fréttir 15. september

Blómaval í hálfa öld

Verslunin Blómval fagnar 50 ára afmæli 1. október næst komandi og eins og búast ...