Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 14. september 2020

Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Framleiðsla á svínakjöti í Þýskalandi er nú í uppnámi eftir að smit fannst í hræi af villisvíni innan landamæra Þýskalands 10. september. Erlendir kaupendur svínakjöts halda að sér höndum.

Þjóðverjar hafa flutt út milljónir tonna af svínakjöti árlega og eru kaupendur nú í viðbragðstöðu. Strax 11. september fóru að berast fréttir af því að bæði Suður-Kórea og Japan höfðu lagt bann við innflutningi á svínakjöti frá Þýskalandi. Á árinu 2019 fluttu Japanir inn yfir 40 þúsund tonn af svínakjöti frá Þýskalandi.

Beinast augu Þjóðverja nú að Kína og hver viðbrögðin verða þar vegna svínapestarinnar sem komin er upp í villtum svínum í Þýskalandi. Ef Kínverjar loka fyrir innflutning yrði það gríðarlegt högg fyrir þýska svínabændur. Þangað hafa verið flutt út yfir  5 milljónir tonna á ári. Hafa Kínverjar reynt að bæta upp skaða af svínapest heimafyrir með því að kaupa svínakjöt hvar sem það hefur verið að finna í veröldinni. Um120 milljónir svína hafa drepist í Kína frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það hefur sett kínverska markaðinn í uppnám sem hefur lýst sér í miklum verðhækkunum. Hafa kínverskir milljarðamæringar m.a. nýtt sér stöðuna.

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...