Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi
Mynd / Wikimedia Commons
Fréttir 14. september 2020

Suður-Kórea og Japan banna innflutning á svínakjöti frá Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Framleiðsla á svínakjöti í Þýskalandi er nú í uppnámi eftir að smit fannst í hræi af villisvíni innan landamæra Þýskalands 10. september. Erlendir kaupendur svínakjöts halda að sér höndum.

Þjóðverjar hafa flutt út milljónir tonna af svínakjöti árlega og eru kaupendur nú í viðbragðstöðu. Strax 11. september fóru að berast fréttir af því að bæði Suður-Kórea og Japan höfðu lagt bann við innflutningi á svínakjöti frá Þýskalandi. Á árinu 2019 fluttu Japanir inn yfir 40 þúsund tonn af svínakjöti frá Þýskalandi.

Beinast augu Þjóðverja nú að Kína og hver viðbrögðin verða þar vegna svínapestarinnar sem komin er upp í villtum svínum í Þýskalandi. Ef Kínverjar loka fyrir innflutning yrði það gríðarlegt högg fyrir þýska svínabændur. Þangað hafa verið flutt út yfir  5 milljónir tonna á ári. Hafa Kínverjar reynt að bæta upp skaða af svínapest heimafyrir með því að kaupa svínakjöt hvar sem það hefur verið að finna í veröldinni. Um120 milljónir svína hafa drepist í Kína frá því veikin fannst þar fyrst í ágúst 2018. Það hefur sett kínverska markaðinn í uppnám sem hefur lýst sér í miklum verðhækkunum. Hafa kínverskir milljarðamæringar m.a. nýtt sér stöðuna.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...