Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lax á leiðinni í háfinn í Norðurá í Borgar­firði.
Lax á leiðinni í háfinn í Norðurá í Borgar­firði.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 2. október 2018

Styttist í enda veiðitímabilsins

Höfundur: Gunnar Bender
„Já, ég er búinn að fá nokkra laxa og silunga líka, þetta hefur verið gott sumar, veiðin er svo hrikalega skemmtileg alltaf,“ sagði Jógvan Hansen er við hittum hann fyrir skömmu á harðahlaupum, stutt í næstu skemmtun hjá kallinum.
 
„Veiðin er að verða búin, svo fer maður á rjúpu um leið og það má,“ sagði Jógvan enn fremur.
Laxveiðin er að skýrast verulega þessa dagana, Eystri- og Ytri-Rangá tróna á toppnum þetta árið, síðan kemur Þverá í Borgarfirði. 
 
„Já, veiðin gekk feiknavel hjá okkur í sumar,“ sagði Aðalsteinn Pétursson, en hann hefur verið að leiðsegja við ána stóran hluta sumars. Síðan koma Miðfjarðará og Norðurá í Borgarfirði.
 
Laxinn kom snemma eins og fyrir ári síðan, en smálaxinn klikkaði fyrir norðan. Svona er þetta bara, allt getur gerst, en heildarveiðin yfir landið er í lagi á flestum stöðum. Veitt er fram í október í Ytri- og Eystri-Rangá og sjóbirtingurinn er að byrja á fullu.

Skylt efni: stangveiði | silungsveiði

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...