Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Borgardalur.
Borgardalur.
Fréttir 11. maí 2022

Styrkir varmadæluvæðingu vegna húshitunar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Forsvarsmenn Hörgársveitar höfðu frumkvæði að því að fá ráðgjafa til að skoða varma­dæluvæðingu í sveitar­félaginu.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að varmadæluvæðing sé meðal annars til komin vegna þess að ekki sýndist hagkvæmt að leggja hitaveitu á öll svæði sveitarfélagsins. Alls eru 19 íbúar að skoða þann kost að setja upp varmadælu í híbýlum sínum, en sveitarfélagið veitir styrki til verksins.

„Varmadælur eru nú orðnar mjög hagstæður kostur í rekstri húshitunar, þannig að um hagkvæman kost ætti að vera að ræða til framtíðar til að losna við kostnaðarsama rafhitun, enda er gert ráð fyrir í nýjum reglum að niðurgreiðslur haldi áfram,“ segir Snorri. Í framhaldi af heimsókn ráðgjafa í sveitarfélagið sem skoðaði kosti varmadæluvæðingar þar var ákveðið að Hörgársveit myndi veita fjárstyrk til þeirra fasteignaeigenda í sveitarfélaginu sem taka inn slíka dælu og draga þar með úr notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis.

Snorri segir að miðað sé við að föst búseta og lögheimilisskráning sé í íbúðarhúsnæðinu og að það sé á svæði þar sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Á nokkrum svæðum innan sveitarfélagsins háttar svo til að því verði ekki við komið að nýta hitaveitu, ýmist tæknilega eða með hagkvæmum fjárhagslegum hætti.

Kostnaður við kaup og upp­setningu varmadæla er að meðaltali um 2,3 milljónir króna á hverjum stað. Ráðgjafarþjónusta kostar 300 þúsund krónur að auki þannig að upphæðin nemur um 2,6 milljónum króna fyrir hvern þann sem tekur inn varmadælu. Orkustofnun hefur gefið út að hún styrki verkefnið um 1,0 milljón, Hörgársveit ætlar að styrkja verkefnið um 600 þúsund krónur, þ.e. sveitarfélagið mun greiða ráðgjafarþjónustuna og veita 300 þúsund krónur að auki í styrk vegna kaupa á varmadælunni. Má því áætla að kostnaður fasteignaeigenda verði nálægt einni milljón króna.

Snorri segir að þessi upphæð sé svipuð og ef viðkomandi fasteignaeigandi þyrfti að greiða fyrir heimtaugagjöld vegna hitaveitu, ekki síst þar sem fjarlægðir yrðu miklar frá stofnæð hitaveitunnar.

Skylt efni: Hörgársveit | varmadælur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...