Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Borgardalur.
Borgardalur.
Fréttir 11. maí 2022

Styrkir varmadæluvæðingu vegna húshitunar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Forsvarsmenn Hörgársveitar höfðu frumkvæði að því að fá ráðgjafa til að skoða varma­dæluvæðingu í sveitar­félaginu.

Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að varmadæluvæðing sé meðal annars til komin vegna þess að ekki sýndist hagkvæmt að leggja hitaveitu á öll svæði sveitarfélagsins. Alls eru 19 íbúar að skoða þann kost að setja upp varmadælu í híbýlum sínum, en sveitarfélagið veitir styrki til verksins.

„Varmadælur eru nú orðnar mjög hagstæður kostur í rekstri húshitunar, þannig að um hagkvæman kost ætti að vera að ræða til framtíðar til að losna við kostnaðarsama rafhitun, enda er gert ráð fyrir í nýjum reglum að niðurgreiðslur haldi áfram,“ segir Snorri. Í framhaldi af heimsókn ráðgjafa í sveitarfélagið sem skoðaði kosti varmadæluvæðingar þar var ákveðið að Hörgársveit myndi veita fjárstyrk til þeirra fasteignaeigenda í sveitarfélaginu sem taka inn slíka dælu og draga þar með úr notkun raforku til upphitunar íbúðarhúsnæðis.

Snorri segir að miðað sé við að föst búseta og lögheimilisskráning sé í íbúðarhúsnæðinu og að það sé á svæði þar sem dreifikerfi hitaveitu nær ekki til. Á nokkrum svæðum innan sveitarfélagsins háttar svo til að því verði ekki við komið að nýta hitaveitu, ýmist tæknilega eða með hagkvæmum fjárhagslegum hætti.

Kostnaður við kaup og upp­setningu varmadæla er að meðaltali um 2,3 milljónir króna á hverjum stað. Ráðgjafarþjónusta kostar 300 þúsund krónur að auki þannig að upphæðin nemur um 2,6 milljónum króna fyrir hvern þann sem tekur inn varmadælu. Orkustofnun hefur gefið út að hún styrki verkefnið um 1,0 milljón, Hörgársveit ætlar að styrkja verkefnið um 600 þúsund krónur, þ.e. sveitarfélagið mun greiða ráðgjafarþjónustuna og veita 300 þúsund krónur að auki í styrk vegna kaupa á varmadælunni. Má því áætla að kostnaður fasteignaeigenda verði nálægt einni milljón króna.

Snorri segir að þessi upphæð sé svipuð og ef viðkomandi fasteignaeigandi þyrfti að greiða fyrir heimtaugagjöld vegna hitaveitu, ekki síst þar sem fjarlægðir yrðu miklar frá stofnæð hitaveitunnar.

Skylt efni: Hörgársveit | varmadælur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...