Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Fréttir 18. mars 2015

Strimillinn fékk Gulleggið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Strimillinn, sem er miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi, hlaut Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit.

Hugi Þórðarson hjá Loftfarinu ehf., sem er einn af hönnuðunum á bakvið Strimilinn, segir að hugmyndin að verkefninu hafi vaknað skömmu eftir hrunið en hugmyndin sjálf gangi út á að fólk geti á einfaldan hátt haft upplýsingar um verðlag á netinu.

Myndir af innkaupastrimlum

„Þar sem neytendur geta í fæstum tilfellum sjálfir sótt upplýsingar um verðlag í verslunum datt okkur í hug að fara þá leið að lesa verðstrimlana og birta verðið á þeim. Markmið Strimilsins er að opna þessar upplýsingar upp á gátt.

Einfaldasta lýsingin á þessu er að fólk tekur mynd af innkaupastrimlinum og sendir okkur í gegnum vef, app eða tölvupóst. Vöruverðið, varan og hvar hún var keypt  er lesið og skrásett og gert öllum aðgengilegt, þú færð yfirlit yfir þín innkaup og ábendingar um hvernig þú getur sparað,“ segir Hugi.

Að sögn Huga er enn verið að móta tekjumódelið fyrir þjónustuna.

„Í grunninn verður aðgangur að nýjasta verði í verslunum ókeypis en við erum einnig að þróa áskriftaraðgang.“

Skylt efni: Matvælaverð | Strimillinn

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...