Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Fréttir 18. mars 2015

Strimillinn fékk Gulleggið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Strimillinn, sem er miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi, hlaut Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit.

Hugi Þórðarson hjá Loftfarinu ehf., sem er einn af hönnuðunum á bakvið Strimilinn, segir að hugmyndin að verkefninu hafi vaknað skömmu eftir hrunið en hugmyndin sjálf gangi út á að fólk geti á einfaldan hátt haft upplýsingar um verðlag á netinu.

Myndir af innkaupastrimlum

„Þar sem neytendur geta í fæstum tilfellum sjálfir sótt upplýsingar um verðlag í verslunum datt okkur í hug að fara þá leið að lesa verðstrimlana og birta verðið á þeim. Markmið Strimilsins er að opna þessar upplýsingar upp á gátt.

Einfaldasta lýsingin á þessu er að fólk tekur mynd af innkaupastrimlinum og sendir okkur í gegnum vef, app eða tölvupóst. Vöruverðið, varan og hvar hún var keypt  er lesið og skrásett og gert öllum aðgengilegt, þú færð yfirlit yfir þín innkaup og ábendingar um hvernig þú getur sparað,“ segir Hugi.

Að sögn Huga er enn verið að móta tekjumódelið fyrir þjónustuna.

„Í grunninn verður aðgangur að nýjasta verði í verslunum ókeypis en við erum einnig að þróa áskriftaraðgang.“

Skylt efni: Matvælaverð | Strimillinn

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...