Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Fréttir 18. mars 2015

Strimillinn fékk Gulleggið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Strimillinn, sem er miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi, hlaut Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit.

Hugi Þórðarson hjá Loftfarinu ehf., sem er einn af hönnuðunum á bakvið Strimilinn, segir að hugmyndin að verkefninu hafi vaknað skömmu eftir hrunið en hugmyndin sjálf gangi út á að fólk geti á einfaldan hátt haft upplýsingar um verðlag á netinu.

Myndir af innkaupastrimlum

„Þar sem neytendur geta í fæstum tilfellum sjálfir sótt upplýsingar um verðlag í verslunum datt okkur í hug að fara þá leið að lesa verðstrimlana og birta verðið á þeim. Markmið Strimilsins er að opna þessar upplýsingar upp á gátt.

Einfaldasta lýsingin á þessu er að fólk tekur mynd af innkaupastrimlinum og sendir okkur í gegnum vef, app eða tölvupóst. Vöruverðið, varan og hvar hún var keypt  er lesið og skrásett og gert öllum aðgengilegt, þú færð yfirlit yfir þín innkaup og ábendingar um hvernig þú getur sparað,“ segir Hugi.

Að sögn Huga er enn verið að móta tekjumódelið fyrir þjónustuna.

„Í grunninn verður aðgangur að nýjasta verði í verslunum ókeypis en við erum einnig að þróa áskriftaraðgang.“

Skylt efni: Matvælaverð | Strimillinn

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f