Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Fréttir 18. mars 2015

Strimillinn fékk Gulleggið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Strimillinn, sem er miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi, hlaut Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit.

Hugi Þórðarson hjá Loftfarinu ehf., sem er einn af hönnuðunum á bakvið Strimilinn, segir að hugmyndin að verkefninu hafi vaknað skömmu eftir hrunið en hugmyndin sjálf gangi út á að fólk geti á einfaldan hátt haft upplýsingar um verðlag á netinu.

Myndir af innkaupastrimlum

„Þar sem neytendur geta í fæstum tilfellum sjálfir sótt upplýsingar um verðlag í verslunum datt okkur í hug að fara þá leið að lesa verðstrimlana og birta verðið á þeim. Markmið Strimilsins er að opna þessar upplýsingar upp á gátt.

Einfaldasta lýsingin á þessu er að fólk tekur mynd af innkaupastrimlinum og sendir okkur í gegnum vef, app eða tölvupóst. Vöruverðið, varan og hvar hún var keypt  er lesið og skrásett og gert öllum aðgengilegt, þú færð yfirlit yfir þín innkaup og ábendingar um hvernig þú getur sparað,“ segir Hugi.

Að sögn Huga er enn verið að móta tekjumódelið fyrir þjónustuna.

„Í grunninn verður aðgangur að nýjasta verði í verslunum ókeypis en við erum einnig að þróa áskriftaraðgang.“

Skylt efni: Matvælaverð | Strimillinn

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...