Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Aðstandendur Strimilsins; Hugi Þórðarson, Sindri Bergmann og Lee Roy Tipton.
Fréttir 18. mars 2015

Strimillinn fékk Gulleggið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Strimillinn, sem er miðlægt hugbúnaðarkerfi sem ætlað er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um verðlag á dagvöru á Íslandi, hlaut Gulleggið sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit.

Hugi Þórðarson hjá Loftfarinu ehf., sem er einn af hönnuðunum á bakvið Strimilinn, segir að hugmyndin að verkefninu hafi vaknað skömmu eftir hrunið en hugmyndin sjálf gangi út á að fólk geti á einfaldan hátt haft upplýsingar um verðlag á netinu.

Myndir af innkaupastrimlum

„Þar sem neytendur geta í fæstum tilfellum sjálfir sótt upplýsingar um verðlag í verslunum datt okkur í hug að fara þá leið að lesa verðstrimlana og birta verðið á þeim. Markmið Strimilsins er að opna þessar upplýsingar upp á gátt.

Einfaldasta lýsingin á þessu er að fólk tekur mynd af innkaupastrimlinum og sendir okkur í gegnum vef, app eða tölvupóst. Vöruverðið, varan og hvar hún var keypt  er lesið og skrásett og gert öllum aðgengilegt, þú færð yfirlit yfir þín innkaup og ábendingar um hvernig þú getur sparað,“ segir Hugi.

Að sögn Huga er enn verið að móta tekjumódelið fyrir þjónustuna.

„Í grunninn verður aðgangur að nýjasta verði í verslunum ókeypis en við erum einnig að þróa áskriftaraðgang.“

Skylt efni: Matvælaverð | Strimillinn

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...