Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Goðafoss.
Goðafoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2017

Stóraukið álag á náttúruperlur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Álag á ferðamannastaði hefur aukist mjög samfara sprengingu í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands og er ekkert lát á. 
 
Umhverfisstofnun hefur víðtækt verndunarhlutverk þegar kemur að náttúru Íslands og þá einkum er varðar friðlýst svæði. Á vefsíðu stofnunarinnar eru raktar nokkrar tölur um áætlaðan fjölda á ýmsa viðkomustaði hér á landi og álag af mannavöldum. 
 
Ferðamálastofa áætlar út frá svörum úr ferðavenjukönnun erlendra gesta að sumarið 2016 hafi fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll verið 664.113 talsins. Í könnun Ferðamálastofu, svo eitt dæmi sé nefnt, sögðust 71,2% aðspurðra hafa heimsótt Suðurland.  Má því gróflega áætla að tæplega 473 þúsund þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins komu hafi heimsótt landshlutann.
 
Með sömu aðferð heimsótti nálega annar hver erlendur ferðamaður Norðurland sumarið 2016, eða 333.400 gestir. Tæplega tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu Reykjavík. Alls 95,6% allra erlendra ferðamanna höfðu viðdvöl í höfuðborginni sumarið 2016, alls um um 635.000 erlendir gestir.
 
Svo nokkrir vinsælir viðkomustaðir séu valdir af handahófi út frá tölum Ferðamálastofu má áætla að 23,4% erlendra gesta hafi sumarið 2016 sótt Bláa lónið, eða 155.400 manns.
 
Um 40% heimsóttu Ásbyrgi-Dettifoss, 62,6% erlendra gesta sóttu Geysi-Gullfoss heim sumarið 2016, eða hvorki fleiri né færri en 415.700 manns. Eru þá íslenskir gestir ónefndir. 
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...