Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Á síðasta ári var eitt af hverjum sjö hrossum sem flutt var af landi brott ræktað af erlendum aðila.
Á síðasta ári var eitt af hverjum sjö hrossum sem flutt var af landi brott ræktað af erlendum aðila.
Mynd / smh
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Í yfirliti Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) sést að frá árinu 2014 voru flest hross flutt úr landi árið 2021, eða 3.337 hross, en síðan hefur verið samdráttur. Mestur var samdrátturinn árið 2022 þegar hann var 38 prósent, en á síðasta ári var hann 17 prósent og þá voru 1.318 hross flutt úr landi.

Erlendir aðilar rækta íslensk hross á Íslandi

Í umfjöllun RML segir að vel sé þekkt að erlendir aðilar rækti hross á Íslandi og flytji út ýmist folöld og trippi eða tamin hross.

Í greiningu á vefnum vegna útflutnings á síðasta ári má sjá að í 48 prósenta tilvika er útflutningsaðili bæði íslenskur ræktandi og íslenskur skráður eigandi við útflutning. Í 37 prósenta tilvika er ræktandi íslenskur en erlendur eigandi, í 14 prósenta tilvika er erlendur ræktandi og erlendur eigandi er skráður við útflutning og í 14 prósent tilvika er ræktandi erlendur en íslenskur eigandi. Samkvæmt þessu var eitt af hverjum sjö útfluttum hrossum á síðasta ári ræktað af erlendum aðilum.

Mest flutt út frá Suðurlandi

Mest var flutt úr frá Suðurlandi, eða 39 prósent hrossa, 32 prósent frá Norðurlandi, 11 prósent frá Vesturlandi, tíu prósent frá svæði tilbúinna fæðinganúmera, þrjú prósent frá bæði Reykjavík og nágrenni og Austurlandi og loks eitt prósent frá Vestfjörðum.

Mælaborð íslenskrar hrossaræktar

Í umfjölluninni á vef RML um útflutning hrossa er í lokin komið inn á nýjungar sem búast megi við í nýjum WorldFeng á næstu árum.

Gefið er í skyn að tækifæri muni ef til vill gefast til að skapa eitthvað sem heitið gæti Mælaborð íslenskrar hrossaræktar þar sem hægt yrði að nálgast ýmsar tölulegar upplýsingar um hrossaræktina í rauntíma.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...