Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum
Fréttir 9. febrúar 2016

Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisráðherra andfætlinga okkar í Ástralíu segir stjórnvöld þar ætla að leggja aukna áherslu á ræktun trjáa í borgum og bæta þannig heilsu íbúanna.

Að sögn ráðherrans hefur undirbúningsvinna þegar verið hafin og mun áætlun um stóraukna trjárækt í borgum álfunnar liggja fyrir eftir nokkra mánuði. Hugmyndin er að stjórnvöld landsins og stjórnir borga muni vinna náið saman að ræktuninni og að á innan við áratug verði búið að rækta fjölda einstakra trjáa og trjálunda sem veita munu borgarbúum skjól fyrir vindi og sterkri sól og bæta þannig heilsu borgaranna.
Skógræktar- og umhverfissamtök í Ástralíu hafa lýst mikilli ánægju með verkefnið og að þau muni leggja því lið.

Markmið stjórnvalda er að búið verði að planta út að minnsta kosti 20 milljón trjám í borgum í Ástralíu fyrir árið 2020.

Skylt efni: Ástralía | Skógrækt

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...