Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjörnugrís stefnir íslenska ríkinu vegna búnaðargjaldsins
Fréttir 30. apríl 2015

Stjörnugrís stefnir íslenska ríkinu vegna búnaðargjaldsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjörnugrís hf. hefur stefnt fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins vegna ólöglegrar innheimtu búnaðargjalds. Verði innheimta gjaldsins dæmd ólögleg gætu fleiri sambærilegar kröfur fylgt í kjölfarið.

Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður staðfesti í stuttu samtalið við Bændablaðið að stefnan hefði verið lögð fram og að hún væri í meðferð fyrir héraðsdómi.

Fjármögnun tiltekinna verkefna á vegum Bændasamtaka Íslands hefur löngum verið í gegnum búnaðargjald sem bændur greiða en hefur verið innheimt af íslenska ríkinu. Árið 2010 kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp dóm um að innheimta iðnaðarmálagjalds, sem var af svipuðum toga og búnaðargjaldið, stæðust ekki ákvæði um félagafrelsi Mannréttindasáttmála Evrópu. Innheimtu iðnaðarmálagjaldsins var hætt skömmu síðar og einnig sambærileg aðkoma ríkisins vegna innheimtu á félagsgjöldum fyrir Landssamband smábátaeigenda.

Fyrirframgreiðsla

Búnaðargjald er innheimt fyrirfram og tekur fyrirfram­greiðslan mið af álagningu fyrra árs og greiðist með fimm jöfnum mánaðarlegum greiðslum mánuðina ágúst til desember á viðkomandi tekjuári. Dráttarvextir eru reiknaðir ef gjaldskyldur búvöruframleiðandi greiðir fyrirframgreiðslu ekki á tilskildum tíma. Ef álagning er hærri en ákvörðuð fyrirframgreiðsla skal greiða mismuninn með sem næst jöfnum greiðslum á gjalddögum þinggjalda.

Álagning búnaðargjalds fer fram með álagningu opinberra gjalda og kemur til innheimtu á gjalddögum þinggjalda. Gjaldskyldir búvöru­framleiðendur skulu skila framtali til ríkisskattstjóra þar sem gjaldskyldar fjárhæðir eru tilgreindar eftir búgreinum innan framtalsfrests. Enn fremur skal búvöruframleiðandi sundurgreina gjaldstofn eftir starfsstöðvum ef aðsetur þeirra er annað en lögheimili framleiðanda og á starfssvæði annars búnaðarsambands.

Lögmæti búnaðargjalds skoðað

Mikil líkindi eru með innheimtu búnaðargjalds og iðnaðar­málagjalds og vegna þess fóru Bændasamtökin þess á leit við Lagastofnun Háskóla Íslands að hún tæki að sér að gera lögfræðilega álitsgerð um búnaðargjald. Sigurður Líndal skilaði álitsgerð sinni fyrir hönd. Lagastofnunar Íslands í október 2011.

Að mati Bændasamtakanna var niðurstaða álitsgerðarinnar sú að þekkingar- og þróunarstarf í landbúnaði, til dæmis með rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, upplýsinga- og kynningarstarf sem og rekstur Bjargráðasjóðs gæti samrýmst áliti Sigurðar Líndal en líklega má ekki nota fjármuni sem þannig væru innheimtir til reksturs hagsmunagæslu.

Nýrra leiða leitað

Meðal samþykkta sem gerðar voru á síðastliðnu Búnaðarþingi var að leita nýrra leiða til að fjármagna Bændasamtök Íslands fari svo að búnaðargjald verði lagt niður.

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...