Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Steyr – logóið var skotskífa
Fræðsluhornið 23. nóvember 2017

Steyr – logóið var skotskífa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dráttarvélaframleið­andinn Steyr rekur uppruna sinn til rifflaframleiðslu og þar til fyrir skömmu líktist lógó fyrirtækisins skotskífu. Talsvert hefur verið flutt inn af Steyr dráttarvélum til Ísland.

Uppruna dráttarvéla­fram­leið­andans Steyr má rekja til rifflafram­leiðandans Josef und Franz Werndl  & Co sem var stofnsett í Austurríki árið 1864. Skömmu fyrir aldamótin 1900 bætti fyrirtækið við sig framleiðslu á reiðhjólum og 1918 hóf Steyr framleiðslu á bifreiðum.

Fyrirtækið óx hratt í fyrri heimsstyrjöldinni og var um tíma með fjórtán þúsund manns í vinnu. Árið 1924 breytti fyrirtækið nafninu í Steyr-Werke AS og tíu árum síðar sameinaðist það Austro-Daimler-Puch og kallaðist eftir það Steyr-Daimler-Puch og jók við framleiðslu sína á bílum.
Vinnuafl úr útrýmingarbúðum

Í seinni heimsstyrjöldinni, þegar Austurríki var undir stjórn nasista, lagði Georg Meindl, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, til að fangar í útrýmingarbúðum yrðu notaðir sem ódýrt vinnuafl fyrir Steyr við framleiðslu hergagna. Hann mun hafa verið fyrstur þýskra iðnjöfra til að leggja slíkt til og draga þannig úr framleiðslukostnaði. Tillaga Meindl var samþykkt og voru fangar fluttir í lestum milli búanna og verksmiðju Steyr undir eftirliti vopnaðra hermanna. Seinna í bréfi lagði hann til að minni fangabúðir yrðu reistar nær verksmiðjunni til að spara tíma og draga úr kostnaði við að koma föngunum í verksmiðjuna. Seinna fylgdu fyrirtæki eins og Mercedes-Benz og Man í kjölfarið og notuðu einnig fanga sem ódýrt vinnuafl við framleiðslu hergagna.

Dráttarvélaframleiðsla

Árið 1928 setti fyrirtækið á markað fyrsta traktorinn en framleiðsla á honum var takmörkuð þar til eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Árið 1947 tók dráttarvéla­framleiðslan verulegan kipp og árið 1965 hafði fyrirtækið framleitt 160 þúsund traktora.

Dráttarvélarnar voru einfaldar í hönnun  og endingargóðar, eins til tveggja strokka og 28 til 30 hestöfl.
Steyr 185, sem var settur á markað 1963, var eingöngu framleiddur fyrir Austurríkismarkað og naut mikilla vinsælda þar í landi. Týpan þótti einstaklega vönduð dráttarvél og framleiddi Steyr vélina.

Upp úr 1960 hóf Steyr framleiðslu á flóknari og aflmeiri dráttarvélum með Perkins dísilmótor. Týpan 760a sem kom á markað 1974 var fjögurra strokka og 66 hestöfl og ólík eldri týpum í útliti en hún var kassalaga.

Um miðjan síðasta áratug síðustu aldar kynnti Steyr til leiks 9000 útgáfuna. Nýja og háþróaða gerð dráttarvél sem fáanleg yrði í fjórum gerðum. Traktorarnir voru 100 til 150 hestöfl og með glussabúnaði með níu tonna lyftigetu. Steyr hannaði sjálft túrbó-dísilmótorinn en hann var framleiddur af Valmet í Finnlandi.

Yfirtökur og eignaskipti

Sama ár, 1996, og fyrsta 9000 týpan sett á markað var Steyr yfirtekið af Case – International Harvester. Í dag er Steyr hluti af CNH Global sem er í eigu Fiat.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...