Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun
Mynd / Bbl
Fréttir 22. maí 2020

Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun

Höfundur: smh
Unnið er að undirbúningi samstarfs­verkefnis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbænda sem gengur út á að auðvelda sauðfjár­bændum í auknum mæli að slátra heima og selja afurðir sínar síðan – og auka þar með mögu­leika þeirra til frekari verðmæta­sköpunar. 
 
Kristján Þór Júlíusson tilkynnti um verkefnið 2. mars, í ávarpi við setningu Búnaðarþings 2020. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er stefnt að því að verkefnið verði sett í gang í næstu sláturtíð. „Staðan er sú að síðustu mánuði hafa sauðfjárbændur í samstarfi við ráðuneytið unnið að mótun tilraunaverkefnisins, sem áætlað er að hefjist næsta haust. Markmið verkefnisins er að kanna hvort skapa megi grundvöll til þess að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðla að bættri afkomu sauðfjárbænda en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir í svari úr ráðuneytinu. 
 
„Huga þarf að ýmsum útfærslum til þess að niðurstöður verkefnisins nýtist sem best og gæta þess að verkefnið rúmist innan gildandi regluverks. Unnið er að útfærslu verkefnisins og liggur hún ekki endanlega fyrir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og aðila þeim tengdum. Stefnt er að því að verkefnið fari af stað í næstu sláturtíð,“ segir enn fremur í svarinu.
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...