Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun
Mynd / Bbl
Fréttir 22. maí 2020

Stefnt að tilraunaverkefni um heimaslátrun

Höfundur: smh
Unnið er að undirbúningi samstarfs­verkefnis sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Landssamtaka sauðfjárbænda sem gengur út á að auðvelda sauðfjár­bændum í auknum mæli að slátra heima og selja afurðir sínar síðan – og auka þar með mögu­leika þeirra til frekari verðmæta­sköpunar. 
 
Kristján Þór Júlíusson tilkynnti um verkefnið 2. mars, í ávarpi við setningu Búnaðarþings 2020. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu er stefnt að því að verkefnið verði sett í gang í næstu sláturtíð. „Staðan er sú að síðustu mánuði hafa sauðfjárbændur í samstarfi við ráðuneytið unnið að mótun tilraunaverkefnisins, sem áætlað er að hefjist næsta haust. Markmið verkefnisins er að kanna hvort skapa megi grundvöll til þess að bændur geti í auknum mæli slátrað eigin gripum og selt til neytenda og þannig stuðla að bættri afkomu sauðfjárbænda en um leið að gætt verði að matvælaöryggi og dýravelferð,“ segir í svari úr ráðuneytinu. 
 
„Huga þarf að ýmsum útfærslum til þess að niðurstöður verkefnisins nýtist sem best og gæta þess að verkefnið rúmist innan gildandi regluverks. Unnið er að útfærslu verkefnisins og liggur hún ekki endanlega fyrir. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landssamtök sauðfjárbænda og aðila þeim tengdum. Stefnt er að því að verkefnið fari af stað í næstu sláturtíð,“ segir enn fremur í svarinu.
Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.