Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss
Fréttir 3. mars 2016

Stefnt að gjaldtöku á bílastæðunum við Seljalandsfoss og Skógafoss

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Á þessu stigi getum við ekki svarað því þó að við stefnum að því. Til þess að þetta sé möguleiki verður samstaða að ríkja meðal landeigenda en við erum landeigendur við  Seljalandsfoss ásamt með fjórum jörðum  við Seljaland.
 
Við Skóga eru þetta héraðsnefndirnar tvær, Vestur-Skaftfellinga og Rangæinga, þannig að þar koma fimm sveitarfélög að málinu. Við þurfum líka að færa til og laga bílastæði við fossana, það er væntanlega forsenda þess að geta hafið gjaldtöku,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, þegar hann var spurður hvort það ætti að fara að taka upp gjaldtöku á bílastæðunum fyrir ferðamenn við Seljalandsfoss og Skógafoss, sem báðir eru staðsettir í Rangárþingi eystra. Sveitarfélagið hefur verið í sambandi við fyrirtæki sem sérhæfa sig í búnaði varðandi gjaldtöku á bílastæðum,  salernum og þess háttar.  Við Seljalandsfoss hefur verið rætt um að gjaldtakan  verði hugsanlega í höndum heimamanna, þ.e. að landeigendur sjái um þennan þátt ferðaþjónustunnar.
 
Ekki hlynntur skoðunargjöldum
 
En hvað með Ísólf Gylfa sjálfan, vill hann sjá gjaldtöku við ferðamannastaði í sveitarfélaginu?
„Ég vildi gjarnan komast hjá því að innheimta einhvers konar skoðunargjöld. Hins vegar er mikill átroðningur við þessa staði, við rekum salerni o.þ.h. sem er kostnaðarsamt og engin ástæða að reka frítt fyrir ferðamenn. Sjálfur hefði ég kosið að þessi gjöld væru inni í farmiðanum til  Íslands eða einhvers konar borgar- eða landsgjald eins og þekkist víða í útlöndum.“ Rætt hefur verið um samræmda gjaldtöku á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra en út á hvað gengur sú hugmynd?
 
„Við höfum verið á sameiginlegum fundum með ferðaþjónustuaðilum sem eru við Suðurströndina. Það er afar æskilegt að þetta sé með sama eða svipuðum hætti alls staðar. Við  erum líka á Kötlu jarðvangssvæði og þetta eru alls konar vangaveltur sem hafa komið upp.
 
Auðvitað er líka ákveðin skylda sem liggur á ferðaskrifstofum og rútu­fyrirtækjum sem koma með gestina á þessa fjölförnu staði. Flestar nýjar rútur eru með salernisaðstöðu sem einhverjir fullyrða að lítið séu notaðar, það þarf líka að vera aðstaða til þess að tæma þau ferðaklósett,“ segir Ísólfur Gylfi. 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...