Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. júní 2021

Stefnir í glæsilega landbúnaðarsýningu

Undirbúningur fyrir sýning­una „Íslenskur landbúnaður 2021“ sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 8.-10. október hefur gengið afar vel. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar hafa básapantanir aukist mikið með afléttingu sóttvarnahafta.

„Það var alger bylting þegar létti á sóttvarnaraðgerðum og stefndi í að við myndum sjá fram á endalok haftanna. Er mikið af sýningarplássi upppantað og verður sýningin einstaklega fjölbreytt og áhugaverð. Bæði verða rótgróin fyrirtæki er þjóna bændum og búaliði á sýningunni og svo nýir aðilar. Það er engin spurning að landbúnaðarsýningin mun lyfta íslenskum landbúnaði og ljóst að stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Seinasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Höllinni,“ segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Líkt og fyrri sýning er Landbúnaðar­sýningin á vegum Ritsýnar sýningarfyrirtækis sem hefur starfað í 25 ár og staðið fyrir fjölbreyttum sýningum svo sem sjávarútvegssýningum, stóreldhúsa­sýningum og heilsu­sýningum.

Að sögn Ólafs eru örfá sýningarpláss eftir á Landbúnaðarsýningunni og geta þeir sem hafa áhuga á að skoða möguleika á sýningarplássi haft samband í síma 698-8150 og netfangið olafur@ritsyn.is eða Ingu markaðsstjóra í síma 898-8022 og netfangið inga@ritform.is.

Ólafur M. Jóhannesson. Mynd / TB

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...