Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
MIkill mannfjöldi kom á Landbúnaðarsýninguna í Laugardalshöll 2018.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. júní 2021

Stefnir í glæsilega landbúnaðarsýningu

Undirbúningur fyrir sýning­una „Íslenskur landbúnaður 2021“ sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 8.-10. október hefur gengið afar vel. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra sýningarinnar hafa básapantanir aukist mikið með afléttingu sóttvarnahafta.

„Það var alger bylting þegar létti á sóttvarnaraðgerðum og stefndi í að við myndum sjá fram á endalok haftanna. Er mikið af sýningarplássi upppantað og verður sýningin einstaklega fjölbreytt og áhugaverð. Bæði verða rótgróin fyrirtæki er þjóna bændum og búaliði á sýningunni og svo nýir aðilar. Það er engin spurning að landbúnaðarsýningin mun lyfta íslenskum landbúnaði og ljóst að stefnir í sannkallaða stórsýningu í haust. Seinasta sýning var haldin 2018 og sló hún öll aðsóknarmet í Höllinni,“ segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar.

Líkt og fyrri sýning er Landbúnaðar­sýningin á vegum Ritsýnar sýningarfyrirtækis sem hefur starfað í 25 ár og staðið fyrir fjölbreyttum sýningum svo sem sjávarútvegssýningum, stóreldhúsa­sýningum og heilsu­sýningum.

Að sögn Ólafs eru örfá sýningarpláss eftir á Landbúnaðarsýningunni og geta þeir sem hafa áhuga á að skoða möguleika á sýningarplássi haft samband í síma 698-8150 og netfangið olafur@ritsyn.is eða Ingu markaðsstjóra í síma 898-8022 og netfangið inga@ritform.is.

Ólafur M. Jóhannesson. Mynd / TB

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...