Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað
Fréttir 4. mars 2015

Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til að tryggja dýravelferð um allt land og það að búfjáreigendur geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart lögum um búfjárhald verður að treysta starfsgrundvöll dýralækna í dreifðustu byggðum landsins.

Til að tryggja að slíkt verði framkvæmanlegt samþykkti Búnaðarþing 2015 samhljóða að starfssvæði þjónustudýralækna og vaktsvæði dýralækna verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja varanlegan aðgang að dýralæknum um allt land.

Nauðsynlegt er að horfa til landfræðilegra aðstæðna og taka tillit til samgangna árið um kring þegar starfssvæði og vaktsvæði eru skipulögð. Í ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknastöður á nokkrum stöðum á landinu þarf jafnframt að leita annarra leiða meðan málum er svo farið, svo sem að veita bændum heimild til að hafa lyf heima.

Búnaðarþing ítrekar jafnframt nauðsyn þess að opnað verði fyrir leið til þess að einstakir bændur geti gert þjónustusamning við sinn dýralækni þar sem ekki er hægt að koma við ásættanlegri vaktþjónustu.


Stjórn BÍ skal markvisst beita sér fyrir því, í samráði við Dýralæknafélag Íslands, að málið fái afgreiðslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...