Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað
Fréttir 4. mars 2015

Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til að tryggja dýravelferð um allt land og það að búfjáreigendur geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart lögum um búfjárhald verður að treysta starfsgrundvöll dýralækna í dreifðustu byggðum landsins.

Til að tryggja að slíkt verði framkvæmanlegt samþykkti Búnaðarþing 2015 samhljóða að starfssvæði þjónustudýralækna og vaktsvæði dýralækna verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja varanlegan aðgang að dýralæknum um allt land.

Nauðsynlegt er að horfa til landfræðilegra aðstæðna og taka tillit til samgangna árið um kring þegar starfssvæði og vaktsvæði eru skipulögð. Í ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknastöður á nokkrum stöðum á landinu þarf jafnframt að leita annarra leiða meðan málum er svo farið, svo sem að veita bændum heimild til að hafa lyf heima.

Búnaðarþing ítrekar jafnframt nauðsyn þess að opnað verði fyrir leið til þess að einstakir bændur geti gert þjónustusamning við sinn dýralækni þar sem ekki er hægt að koma við ásættanlegri vaktþjónustu.


Stjórn BÍ skal markvisst beita sér fyrir því, í samráði við Dýralæknafélag Íslands, að málið fái afgreiðslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní s...

Eftirmál riðuveiki
Fréttir 8. júní 2023

Eftirmál riðuveiki

Sauðfjárbændurnir á Urriðaá og Bergsstöðum í Miðfirði standa saman í erfiðum sam...

Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...