Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta
Fréttir 28. apríl 2015

Starfshópur um matarsóun skilar ráðherra skýrslu um tillögur til úrbóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur, sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði sl. haust og hafði það hlutverk að móta tillögur um hvernig draga megi úr sóun matvæla, skilaði í dag ráðherra skýrslu sinni á hátíðarathöfn í tilefni af Degi umhverfisins.

Í skýrslunni er tæpt á því hvað matarsóun er og þeim verkefnum sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd á þessu sviði. Í skýrslunni er auk þess að finna tillögur hópsins en þær lúta að rannsóknum á matarsóun á Íslandi, fræðslu til neytenda og vitundarvakningu, geymslu og merkingu matvæla, framleiðslu, dreifingu og sölu matvæla og matarsóun í stóreldhúsum, veitingahúsum og mötuneytum.

Í kafla um rannsóknir á matarsóun er lagt til að fyrirliggjandi upplýsingar um matarsóun verði kortlagðar og mælikvarðar þróaðir til að hægt verði að sýna fram á mælanlegan árangur aðgerða gegn þessu vandamáli. Þá er lagt til að ráðist verði í spurningakönnun um matarsóun til að kanna viðhorf Íslendinga til matarsóunar og að gerð verði ítarleg langtímarannsókn á efninu.

Á sviði neytenda og vitundarvakningar er lagt til að búinn verði til einn vefur með fræðslu um matarsóun og leiðbeiningum um hvernig sporna má við henni, að farið verði í átaksverkefni til að stuðla að hugarfarsbreytingu um matarsóun, að fræðsla um matarsóun verði tryggð í grunnskólum sem og að boðið verði upp á örfyrirlestra um efnið á vinnustöðum, hjá félagasamtökum og stéttarfélögum. Sérstök áhersla er lögð á fræðslu um geymsluþolsmerkingar matvæla og að neytendur þekki muninn á „best fyrir“ og „síðasti notkunardagur“. Einnig er að finna tillögu um fræðslu um geymsluaðferðir matvæla.

Í kafla um framleiðslu, dreifingu og sölu er lagt til að teknar verði saman leiðbeiningar um hvernig draga megi úr sóun við framleiðslu matvæla. Á sviði stóreldhúsa, veitingahúsa og mötuneyta er lagt til að verkefni um matarsóun verði hluti verkefnakistu Skóla á grænni grein sem og að aðgerðir gegn matarsóun verði hluti af Grænum skrefum í ríkisrekstri  og Grænum skrefum Reykjavíkurborgar. Loks er gerð tillaga að verkefni í samvinnu við veitingastaði sem miðar að meðvitund um skammtastærðir og möguleika á að taka með sér afganga.

Í starfshópnum sátu fulltrúar  Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar, Bændasamtaka Íslands, Kvenfélagssambands Íslands, Vakandi - samtaka gegn sóun matvæla og Landverndar en hópurinn starfaði undir forystu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.
 

Skylt efni: Umhverfismál | matar sóun

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...