Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Tilraunir með ræktun á iðnaðarhampi hafa gefið góða raun og ekki annað að sjá en að plönturnar dafni vel.Mynd / Pálmi Einarsson.
Tilraunir með ræktun á iðnaðarhampi hafa gefið góða raun og ekki annað að sjá en að plönturnar dafni vel.Mynd / Pálmi Einarsson.
Fréttir 24. júlí 2020

Starfshópur semur drög að frumvarpi um iðnaðarhamp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara lög um ávana- og fíkniefni og gera drög að lagafrumvarpi þar sem kveðið verði á um skýrari lagagrundvöll og ábyrgð stofnana sem þurfa að koma að framkvæmd þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með ræktun iðnaðarhamps.

Hampurinn notaður í ýmsum iðnaði

Í apríl síðastliðnum veitti heil-brigðisráðherra undanþáguheimild með breytingu á reglugerð nr. 233/2001 sem gerir innflutning, meðferð og vörslu fræja til ræktunar iðnaðarhamps mögulega. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda vímuefnið THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%.

Vaxandi áhugi er fyrir ræktun iðnaðarhamps hér á landi til að nota í ýmsum iðnaði, t.d. við framleiðslu húsgagna og sem byggingarefni, en talið er að iðnaðarhampur geti komið í staðinn fyrir ýmis efni sem ógna umhverfinu, eins og til dæmis plasts.

Formaður starfshópsins er Kristín Lára Helgadóttir. Aðrir nefndarmenn eru Sindri Kristjánsson, tilnefndur af Lyfjastofnun, Iðunn Guðjónsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Brynjar Rafn Ómarsson, tilnefndur af Matvælastofnun.

Starfshópurinn skal skila ráðherra niðurstöðum sínum og tillögum 1. nóvember næstkomandi.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...