Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, LK.
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, LK.
Fréttir 8. nóvember 2019

Stærsta breytingin að festa kvótakverfið í sessi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Nýtt ákvæði um að áfram verði framleiðslustýring í formi greiðslu­marks er það sem ég tel einna bitastæðast við nýja samninginn og eitt af stóru málum hans.  Það er stærsta breytingin frá fyrri samningi.
 
Ég er sammála stærstum hluta kúabænda að það sé til hagsbóta fyrir greinina að nú sé búið að ákveða að kvótakerfi verði áfram við lýði í greininni,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, LK, um nýjan endurskoðaðan búvörusamning milli ríkis og kúabænda. 
 
Samningurinn hefur verið kynntur á fjölda funda um land allt undanfarna daga og segir Arnar fundina vel heppnaða og einkennast af málefnalegum umræðum. Kosið verður um samninginn í lok nóvember.
 
Fyrsta skrefið er aðgerðaáætlun
 
„Hitt stóra málið í samningnum snýr bæði að greininni inn á við og einnig út á við, en það eru loftslagsmálin sem nú eru tekin inn í fyrsta skipti. Við kúabændur munum taka höndum saman við ríkið og leggja okkar af mörkum til að koma þeim málum í góðan farveg,“ segir Arnar. Fyrsta skrefið er að setja niður aðgerðaáætlun, ná þurfi utan um verkefnið. „Við þurfum að átta okkur á umfangi verkefnisins, hvað við þurfum og getum gert og svo hvernig er best að standa að því.“
 
Arnar segir landbúnað hafa legið undir nokkru ámæli þegar að loftslagsumræðunni kemur og spjótum gjarnan beint að þeirri atvinnugrein og jafnvel umfram aðrar. Þar koma m.a. við sögu búpeningurinn sjálfur, landnotkun bænda og áburðarnotkun. „Við munum skoða þetta allt ofan í kjölinn því okkar vilji er að leggja okkar lóð á vogarskálarnar þannig að hlutir færist til betri vegar, með aðferðum sem raunverulega hafa gildi.“
 
Verði samingar samþykktir í atkvæðagreiðslu sem fram undan er stendur til að skipa starfshóp sem leggur fram tillögur í byrjun maí á næsta ári. Gerir Arnar ráð fyrir að fyrsta skrefið verði að spýta í lófana varðandi rannsóknir ýmiss konar og gagnasöfnun.
 
Ástæðulaus ótti
 
Arnar segir að kúabændur hafi vissulega viðrað þær skoðanir sínar á kynningarfundum LK undanfarið að verð á kvóta geti rokið upp úr öllu valdi. Í samningnum er gert ráð fyrir að tilboðsmarkaðir með greiðslumark verði þrisvar á ári og verða viðskipti með kvóta leyfð að nýju strax á næsta ári.
 
Fyrirkomulagið segir Arnar vera með svipuðum hætti og í gildi var á árunum 2011 til 2016, þ.e. tilboðsmarkaður með jafnvægisverði, en það hefði gefist vel. Hann segir ótta bænda við að verð rjúki upp ástæðulausan, innbyggt í kerfið sé ákvæði, eins konar öryggisventill, sem hægt sé að grípa til ef sú staða kemur upp að verð fari yfir ákveðið hámark. Væntir Arnar þess að kúabændur standi ekki í viðskiptum með greiðslumark á verði sem þeir ráði ekki við og treystir því að svo verði.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...