Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bambusa oldhamii.
Bambusa oldhamii.
Á faglegum nótum 20. mars 2018

Stærst, mest og minnst í plöntuheimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Plöntur eru merkilegar lífverur og ýmislegt merkilegt sem rekur á fjörur manns þegar þær eru skoðaðar nánar.

Hraðasti vöxtur
Bambusa oldhamii er bambustegund sem vex í Kína. Vöxtur bambussins er sá hraðasti sem mælst hefur í plöntu en hann getur verið allt að einn metri og tuttugu sentímetrar á dag. Plantan verður sjaldan hærri en átján metrar og nær þeirri hæð á tveimur mánuðum.

Hægasti vöxtur
Talið er að plöntur af ættinni Dioon vaxi hægast allra plantna í heiminum. Elsti runni sem vitað er um af ættinni er um þúsund ára gamall en aðeins tæpir tveir metrar á hæð.

Seinvaxnasta brönugrasið
Orkidea sem heitir Cypripedium calceolus vex hægast allra brönugrasa, það tekur hana um sautján ár að blómstra.

Hundrað og fimmtíu ár að blómstra
Sjaldgæf planta í Bólivíu, Puya raimondii, gefur sér lengsta tímann til að mynda blóm. Plantan er eitt hundrað og fimmtíu ár að ná fullum þroska, blómstrar einu sinni og deyr. Blómkransinn er einstaklega tilkomumikill með allt að átta þúsund litlum blómum í sveip sem verður allt að 2,4 metar í þvermál á tæplega ellefu metra háum stilk.

Elsta trjátegundin
Ginkgo biloba er elsta trjátegundin sem vitað er um. Trén komu fyrst fram fyrir hundrað og áttatíu milljónum ára.

Stærsti brúðarvöndurinn
Samkvæmt heimsmetalista Guinness voru 1.500 blóm í stærsta blómvendi sem settur hefur verið saman til þessa. Í vendinum voru 500 rósir, 400 nellikur, 60 liljur, 200 fagurfíflar og 340 slæðublóm. Vöndurinn vó 92 kíló.

Hátt tré
Hæsta tré sem vitað er um er rauðviður af tegundinni Sequoia sempervirens, tréð sem er í Humboldt-þjóðgarðinum í Kaliforníu var um 117 metrar á hæð í síðustu mælingu.

Mesta breidd
Breiðasti trjábolur sem mælst hefur er á heslihnetutré, Castanea sativa, við rætur eldfjallsins Etnu á Sikiley. Ummál bolsins er 51 metri, þrátt fyrir að hann hafi orðið fyrir miklum skemmdum í gegnum tíðina af völdum eldinga og annarra náttúruhamfara.

Stærsta blómkróna
Planta sem heitir Rafflesia á latínu státar af stærsta blómi í heimi. Ummál blómsins nær allt að 91 sentímetra og getur orðið sjö kíló á þyngd. Rafflesia vex í Suður-Ameríku og gengur undir nafninu rotnandi lilja vegna megnrar ýldulyktarinnar sem leggur af blóminu. Flugur laðast að lyktinni og frjóvga plöntuna.

Minnsta blómið
Wolffia arrhiza blómstrar minnsta blómi sem vitað er um. Plantan er af ættinni Lemnaceae en blómin eru frá 0,5–1,2 millímetrar að ummáli.

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?
Fréttir 6. desember 2024

Hvað hefur áhrif á líðan bænda?

Valgerður Friðriksdóttir stendur fyrir rafrænni könnun þar sem hún skoðar hefðir...

Lök kornuppskera á landinu
Fréttir 6. desember 2024

Lök kornuppskera á landinu

Samkvæmt bráðabirgðatölum bendir allt til að uppskera af þurru korni sé umtalsve...

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð
Fréttir 5. desember 2024

Erlend kúakyn myndu skila mun meiri framlegð

Ný skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem fjögur erlend kúakyn voru borin s...

Skrásetja sögu brautryðjenda
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér s...

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Fuglaflensa á íslensku búi
Fréttir 5. desember 2024

Fuglaflensa á íslensku búi

Á þriðjudaginn greindist fuglaflensa af gerðinni H5N5 á kalkúnabúi Reykjabúsins ...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...