Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bjørg Minnesjord Solheim stofnaði spunaverksmiðjuna Telespinn árið 2008 sem hefur vaxið jafnt og þétt frá opnun.
Bjørg Minnesjord Solheim stofnaði spunaverksmiðjuna Telespinn árið 2008 sem hefur vaxið jafnt og þétt frá opnun.
Mynd / ehg
Fólk 16. desember 2016

Spunnið í öllum regnbogans litum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Í Svartdal í Þelamörk í Noregi stofnaði frumkvöðullinn Bjørg Minnesjord Solheim, litlu spunaverksmiðuna sína, Telespinn, fyrir átta árum. Sjálf átti hún þá og á enn mohair-geitur og langaði til að geta fullunnið ullina á hlaðinu hjá sér. 
 
Enginn aðili í Norður-Evrópu gat unnið úr mohair-þráðunum svo úr varð að Bjørg fann kanadíska framleiðendur, Belfast Mini Mills, sem höfðu vélarnar sem hún þurfti til að geta unnið úr ullinni. 
Í dag er Telespinn hlutafélag þar sem hluthafar eru að mestu mohairbændur og aðrir sem eru uppteknir af menningarlandslagi. Nú eru þrír starfsmenn sem hafa atvinnu af spunaverksmiðjunni. 
 
„Þetta byrjaði eingöngu með geitaull en síðan fór fólk að hringja með alls kyns fyrirspurnir, sauðfjárbændur og alpakka-bændur urðu fljótt áhugasamir um starfsemina. Nú er það þannig að bændur víðs vegar í Noregi eru í viðskiptum við okkur og það kom í raun fljótt í ljós að það er sannarlega grundvöllur fyrir því starfi sem við erum að gera,“ útskýrir Bjørg sem segir jafnframt að fleiri litlar spunaverksmiðjur hafi verið settar upp í Noregi eftir að hún byrjaði með Telespinn. 
 
Flétta saman við menningarlandslagið
 
Fram til haustsins 2011 var vélbúnaður og spunastarfsemin staðsett í geitafjósinu hjá Bjørg en árið 2012 var opnuð ný og nútímaleg spunaverksmiðja á bænum. 
 
„Þetta varð bylting fyrir okkur að komast í nýtt húsnæði. Hér áður fyrr, áður en ég stofnaði Telespinn, þurfti ég að senda ullina mína til Danmerkur sem þaðan var send til Suður-Afríku í hreinsun svo þegar garnið kom til baka til mín var það ekki beinlínis umhverfisvænt. Þess vegna snýst þetta mikið til um hjá mér að vinna þráðinn eins og við hugsum um menningarlandslagið hér í Svartdal, með umhverfisvernd að leiðarljósi. Með því að opna verksmiðjuna í nýju húsnæði gátum við aukið framleiðsluna og opnað eigin garnbúð í sama húsnæði og geiturnar fengu til baka fjósið sitt að fullu!“ segir Bjørg og hlær við en hún flutti á sveitabæinn í Svartdal árið 2002 frá Osló.
 
„Þetta var ansi harður skóli til að byrja með en ég fékk einungis einn dag í kennslustund á tækin í Kanada áður en ákvörðunin var tekin um að kaupa þau en síðan dvöldu aðilar frá verksmiðjunni hér í eina viku til að kenna mér enn frekar. Nú spinnum við allt sem hægt er að spinna, til dæmis angóru-, moskus- og hundahársþræði.“
 
Ullarþræðir og kvennasagan
 
Sjálf er Bjørg með 26 mohair-geitur á bænum hjá sér og klippir þær tvisvar sinnum á ári. Hráefnið sem úr því kemur getur verið mismunandi, allt frá tvö og upp í sex kíló  af ull á hverja geit. 
 
„Ég myndi segja að þessi starfsemi eigi einkar vel við úti á landi því rafmagnskostnaðurinn er ekki mikill við framleiðsluna. Hér í Noregi hefur verið mikil umræða undanfarin ár um norska ull og meðhöndlun á henni. Öll norsk ull hefur verið send í gegnum England og er ekki eins mjúk og alpakka og merino en er að verða vinsælli aftur. Litið var á ull gamla norska stofnsins, norsk spelsau, nánast sem úrgang hér áður fyrr, en það er eitt af því sem við höfum mikla ánægju af að vinna með hér á bænum, það er, þessir gömlu stofnar, sem verður að viðhalda og kenna komandi kynslóðum,“ útskýrir Bjørg og segir jafnframt:
 
„Ég og mitt starfsfólk þurftum til dæmis að læra allt um mohair-þræði því kunnáttan um þessa tegund ullar glataðist nánast eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta er hluti af kvennasögunni því þetta var kunnátta sem gekk frá móður til dóttur og hélst þannig lifandi kynslóð eftir kynslóð.“
 
 
Lifandi garn í mörgum litum
 
Öll framleiðslan fer fram á bænum og eru engin skaðleg efni notuð í spunaverksmiðjunni. Markmiðið hjá Bjørg er jú að framleiða umhverfisvæna og staðbundna vöru. 
 
„Í staðinn fyrir að nota sterk efni við framleiðsluna er þetta viðkvæmt vélrænt ferli sem krefst meiri vinnu og tekur lengri tíma en gefur okkur á móti lifandi garn með náttúrulegum tilbrigðum. Við erum með um 45 mismunandi liti og það er alltaf áskorun og skemmtilegt að vinna með litina,“ segir Bjørg sem er hjúkrunarfræðingur í grunninn en lauk nýlega námi í hugmyndasagnfræði með áherslu á hefðir. 
 
„Ég er alin upp við miklar vefnaðarvöruhefðir svo ég á svo sem ekki langt að sækja áhugann. Ég er mjög upptekin af umhverfinu og að við hugsum vel um umhverfið. Eftir að ég opnaði spunaverksmiðjuna hefur verið töluverð eftirspurn eftir því að ég haldi fyrirlestra hjá handverksfélögum og kvenfélögum til að fræða um ull og framleiðsluna. Það er mjög gefandi og skemmtileg viðbót við starfsemina,“ segir Bjørg.

10 myndir:

Skylt efni: ull | spuni

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...