Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sprotinn - jarðræktarráðgjöf RML
Á faglegum nótum 28. mars 2018

Sprotinn - jarðræktarráðgjöf RML

Höfundur: Sigurður Jarlsson Ráðunautur í jarðrækt
Ráðgjafarmiðstöð land-búnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Í fyrra tóku rúmlega 40 býli þátt. 
 
Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann. 
 
Helsta markmið Sprotans eru að bæta nýtingu áburðarefna við framleiðslu á heimafengnu fóðri. Í þeirri vegferð er byrjað á því að aðstoða og leiðbeina bændum við skráningu jarðræktarupplýsinga í jörð.is og gæta þess að túnkortum sé rétt viðhaldið. Þessar skráningar eru mikilvægar til þess að halda utan um sögu ræktarlands en einnig vegna þess að þær eru notaðar til þess að sækja um ræktunarstyrki og landgreiðslur.
Á bújörðum þar sem jarðvegssýni hafa ekki verið tekin nýlega er lögð áhersla á að slíkt sé gert til þess að fá sýn yfir ástand ræktarlands.
 
Áburðaráætlun 
 
Áburðaráætlun er unnin í kjölfarið þar sem notaðar eru upplýsingar sem safnað er í verkefninu. Þegar skráning á áburðarnotkun og uppskeru er orðin markviss gefst kostur á að gera greiningu þar sem þessir þættir eru bornir saman til þess að meta gæði túna með tilliti til gróffóðuröflunar.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Jarlsson hjá RML.
Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...